„Nýi Cristiano Ronaldo“ er farinn að raða inn mörkum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 12:00 Joao Felix fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Það er eins og hann trúi þessu ekki enda þrennan og nýtt Evrópudeildarmet orðin hans. Getty/Octavio Passos Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti