Níunda Star Wars myndin ber heitið „The Rise of Skywalker“ Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 19:41 Stjörnustríð: Upprisa Geimgengils verður frumsýnd í lok árs. Skjáskot/Twitter Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið „The Rise of Skywalker“. Í stiklu myndarinnar má sjá aðalsöguhetju sjöundu og áttundu myndanna, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, munda geislasverðið sem eitt sinn var í eigu Loga Geimgengils. Þá má einnig sjá bregða fyrir Carrie Fisher, sem lést í árslok 2016, í hlutverki sínu sem Lilja prinsessa. Einnig má sjá allar helstu persónur þriðja Star Wars þríleiksins, illmennið Kylo Ren, Finn, Poe Dameron og vélmennin BB-8 og C3PO. Einnig má sjá gömlum félögum bregða fyrir, þeim Chewbacca og Lando Calrissian sem, rétt eins og í upphaflega þríleiknum, er leikinn af Billy Dee Williams. Einnig má heyra rödd Loga Geimgengils gefa skilaboð sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal. „We will always be with you, no one is really ever gone,“ heyrist sagt áður en að kunnuglegur hlátur Keisarans, sem hingað til er talinn hafa dáið í Star Wars: Return of the Jedi árið 1983, heyrist áður en að titill myndarinnar er kynntur. Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams sem einnig leikstýrði myndinni Star Wars: The Force Awakens sem var sjöunda myndin í röðinni og kom út árið 2015.Every generation has a legend. Watch the brand-new teaser for Star Wars: #EpisodeIX. pic.twitter.com/fWMS13ekdZ — Star Wars (@starwars) April 12, 2019 Disney Star Wars Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið „The Rise of Skywalker“. Í stiklu myndarinnar má sjá aðalsöguhetju sjöundu og áttundu myndanna, Rey, sem leikin er af Daisy Ridley, munda geislasverðið sem eitt sinn var í eigu Loga Geimgengils. Þá má einnig sjá bregða fyrir Carrie Fisher, sem lést í árslok 2016, í hlutverki sínu sem Lilja prinsessa. Einnig má sjá allar helstu persónur þriðja Star Wars þríleiksins, illmennið Kylo Ren, Finn, Poe Dameron og vélmennin BB-8 og C3PO. Einnig má sjá gömlum félögum bregða fyrir, þeim Chewbacca og Lando Calrissian sem, rétt eins og í upphaflega þríleiknum, er leikinn af Billy Dee Williams. Einnig má heyra rödd Loga Geimgengils gefa skilaboð sem gætu gefið fyrirheit um það sem koma skal. „We will always be with you, no one is really ever gone,“ heyrist sagt áður en að kunnuglegur hlátur Keisarans, sem hingað til er talinn hafa dáið í Star Wars: Return of the Jedi árið 1983, heyrist áður en að titill myndarinnar er kynntur. Leikstjóri myndarinnar er J. J. Abrams sem einnig leikstýrði myndinni Star Wars: The Force Awakens sem var sjöunda myndin í röðinni og kom út árið 2015.Every generation has a legend. Watch the brand-new teaser for Star Wars: #EpisodeIX. pic.twitter.com/fWMS13ekdZ — Star Wars (@starwars) April 12, 2019
Disney Star Wars Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein