Erlent

Barni kastað niður tvær hæðir í Mall of America

Andri Eysteinsson skrifar
Frá verslunarmiðstöðinni, sem er sú stærsta í Bandaríkjunum. Barnið féll frá annari hæð.
Frá verslunarmiðstöðinni, sem er sú stærsta í Bandaríkjunum. Barnið féll frá annari hæð. Getty/Raymond Boyd
24 ára gamall karlmaður, Emmanuel Deshawn Aranda, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir tilraun til morðs eftir að hafa ýtt eða kastað fimm ára gömlu barni niður af annari hæð í verslunarmiðstöðinni Mall of America í Bloomington í Minnesota. CNN greinir frá.

Aranda flúði af vettvangi en Lögregla hafði upp á honum á lestarstöð við verslunarmiðstöðina og var hann þar handtekinn. Maðurinn hafði áður verið settur í bann frá verslunarmiðstöðinni og hafði glímt við reiðistjórnunarvanda.

Lögreglustjórinn Jeff Potts sagði barnið vera þungt haldið. „Barnið hlaut lífshættulega áverka, það var flutt á sjúkrahús er hlúð að því þar. Lögreglan sagði enn fremur að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli Aranda og fjölskyldu barnsins.

Aranda hafði eins og áður sagði verið settur í bann frá Mall of America. Bannið hlaut hann vegna tveggja atvika, annað skiptið varð hann uppvís að því að kasta vörum niður um hæð og valda þannig skemmdum. Einnig ræðst hann að starfsmanni veitingahúss og viðskiptavini eftir að viðskiptavinurinn hafði neitað að kaupa handa honum mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×