Ilhan Omar sögð hata Bandaríkin eftir ummæli um 11. september sem hún segir slitin úr samhengi Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 15:03 Ilhan Omar hefur verið gagnrýnd af andstæðingum sínum en studd af samflokksmönnum Getty/Bloomberg/NewYorkPost Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið. Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið.
Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira