Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 16:30 William Barr er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og möguleg tengsl við forsetaframboðs Donald Trump. Það eina sem birt hefur verið úr skýrslunni mátti finna í fjögurra blaðsíðna samantekt Barr en rannsókninni lauk fyrir skömmmu. Í samantekt Barr segir að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Þá kom einnig fram að Mueller hafi neitað að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Það var hins vegar mat Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til þess að sakfella forsetann. Demókratar hafa undanfarnar vikur kallað eftir því að skýrslan sjálf yrði gerð opinber svo að þeir, sem og almenningur, gætu lagt sjálfstætt mat á skýrsluna og niðurstöður hennar, svo að ekki þurfi að reiða sig á samantekt embættismanns sem Trump sjálfur skipaði. Höfðu demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbúið það að fara í lagalegar aðgerðir til þess að fá skýrslurnar í hendurnar, væri hún ekki birt í þessari viku. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti hins vegar í dag að skýrslan yrði birt á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma, eftir að lögfræðingar luki við það að má út viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega birtast almenningi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. Skýrslunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún er afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og möguleg tengsl við forsetaframboðs Donald Trump. Það eina sem birt hefur verið úr skýrslunni mátti finna í fjögurra blaðsíðna samantekt Barr en rannsókninni lauk fyrir skömmmu. Í samantekt Barr segir að rannsakendur Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð. Þá kom einnig fram að Mueller hafi neitað að leggja mat á það hvort ákæra ætti Trump fyrir að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Það var hins vegar mat Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til þess að sakfella forsetann. Demókratar hafa undanfarnar vikur kallað eftir því að skýrslan sjálf yrði gerð opinber svo að þeir, sem og almenningur, gætu lagt sjálfstætt mat á skýrsluna og niðurstöður hennar, svo að ekki þurfi að reiða sig á samantekt embættismanns sem Trump sjálfur skipaði. Höfðu demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undirbúið það að fara í lagalegar aðgerðir til þess að fá skýrslurnar í hendurnar, væri hún ekki birt í þessari viku. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins staðfesti hins vegar í dag að skýrslan yrði birt á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma, eftir að lögfræðingar luki við það að má út viðkvæmar upplýsingar sem ekki mega birtast almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15