Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2019 20:00 Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp." Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp."
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira