Að eigna sér Ísland Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. apríl 2019 14:15 Þrátt fyrir uppgang og vinsældir undanfarinna ára hefur Ísland sannarlega ekki alltaf verið stórasta land í heimi. Á æskuárum mínum í Bretlandi, okkar næstu nágrannaþjóð – eða svo gott sem, voru meira að segja stundum rekin upp stór augu þegar þjóðerni litla Íslendingsins kom til tals. Nú er öldin auðvitað önnur og viðbrögð á borð við „Gosh, Iceland is totally on my bucket list,“ öllu algengari. Viðkomandi hefur jafnvel hug á að skoða lunda, smakka lunda, kaupa lunda-tuskudýr og er hugsanlega margs vísari, veit t.d. að Ísland er grænt og Grænland hvítt. Steingrímur stóð í pontu En hvað um það. Í febrúar árið 2005, um fimm árum áður en óskabarn þjóðarinnar, Eyjafjallajökull, gaus með látum, stóð áhyggjufullur þingmaður í ræðustól Alþingis. Þar fór Steingrímur J. Sigfússon, sem varaði þingheim við því að erlent fyrirtæki reyndi nú að gera nafn landsins að merki sínu – og frestur til að bera fram formleg andmæli væri við það að renna út. Varnaðarorð þingmannsins reyndust sannarlega eiga rétt á sér, en í vikunni kom loks lending í mál Íslandsstofu, Samtaka Atvinnulífsins og Utanríkisráðuneytisins gegn Iceland Foods Ltd. á vettvangi Hugverkastofu Evrópusambandsins. Þannig hefur breska fyrirtækið í nokkur ár átt einkarétt á notkun vörumerkisins ICELAND, ekki bara rauðgulu myndarinnar heldur orðsins sjálfs. Þessu hefur eðli málsins samkvæmt fylgt umtalsvert óhagræði, enda íslensk fyrirtæki að miklu leyti háð duttlungum erlendrar verslanakeðju með frosin matvæli þegar kom að því að festa merki sín í sessi í Evrópu.ICELAND GOLDÞannig má nefna súrrealískt dæmi frá miðju ári 2016 þegar umsókn íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Iceland Seafood International ehf. um skráningu vörumerkisins ICELAND GOLD á innri markaði ESB var hafnað eftir andmæli Iceland Foods. Fallist var á þau rök Bretanna að ruglast mætti á vörum fyrirtækjanna og Íslendingunum því óheimilt að nota orðið ICELAND með þessum hætti í merki sitt. Í gegnum tíðina hefur Iceland Foods sótt fleiri slík andmælamál gegn íslenskum fyrirtækjum, sem hefur þó eftir atvikum verið hafnað eða fallið niður af öðrum ástæðum. Má þar nefna merki á borð við Inspired by Iceland, ISI ICELAND SEAFOOD og Clean Iceland. Skráning ríkjaheita sem vörumerkja er ekki bönnuð berum orðum í viðeigandi Evrópulöggjöf heldur háð túlkun tiltekinna ákvæða hverju sinni. Eitt þeirra snýr að því að ekki megi skrá sem vörumerki orð sem vísa eingöngu til magns, gæða eða upprunastaðar vöru. Undir regluna gætu t.a.m. fallið orð eins og „kíló“, „meter“ og „Akureyri“ – þó allt sé það háð aðstæðum hverju sinni. Að baki búa ekki síst sjónarmið um mikilvægi þess að fyrirtæki geti við markaðssetningu lýst vörum sínum og vísað til uppruna þeirra án þess að eiga á hættu að brjóta með því á vörumerkjarétti annarra. Náskylt þessu þarf vörumerki svo að búa yfir ákveðnum sérkennum og vera til þess fallið að greina vörur og þjónustu fyrirtækis frá öðrum.Mónakó og Brasilía nógu stór og þekktVörumerki á borð við Brasil og MONACO hafa t.a.m. fallið á þessu prófi á vettvangi hugverkastofu ESB. Hvað hið fyrrnefnda varðar var m.a. vísað til þess hve stórt, fjölmennt og þekkt landið væri fyrir útflutning ýmissa vara. Hvað MONACO varðar sagði í niðurstöðunni að merkið yrði strax túlkað af neytendum sem hrein lýsandi tilvísun til Mónakó sem upprunastaðar og var skráningu hafnað m.a. á þeim forsendum. Á svipuðum nótum var nýleg niðurstaða hugverkastofunnar hvað varðar ICELAND. Þannig var merkið ekki talið búa yfir nægilegum sérkennum og þótti fyrst og fremst lýsandi fyrir upprunastað, enda myndu neytendur tengja vörur með merkingunni við Ísland. Þessi niðurstaða er auðvitað fagnaðarefni, enda vandræði íslenskra fyrirtækja vegna andmæla Iceland Foods við vörumerkjaskráningum þeirra nú vonandi úr sögunni.Merkingarlaust utan enskumælandi ríkja?Ekki er síður jákvæð sú breyting sem greina má í afstöðu skráningaryfirvalda frá því fyrrnefnt mál um merkið ICELAND GOLD var rekið. Niðurstaðan um sérkenni „ICELAND“ hluta merkisins var nokkuð áhugaverð, en sama rökstuðningi var þá beitt um sérkenni orðmerkisins ICELAND. Þannig sagði m.a. að „ICELAND“ í umþrættu merki „væri enskt orð sem vísaði til eyríkis í Norður-Atlantshafi og myndi líklega ekki hafa neina þýðingu í huga spænskumælandi neytenda“. Orðið væri „merkingarlaust og hefði sérkenni í meðallagi“ fyrir spænskumælandi neytendur í þeim vöruflokkum sem um ræddi. Hin nýja niðurstaða í máli Íslands gegn Iceland Foods nær hins vegar til innri markaðar ESB í heild sinni. Þó Ísland sé kannski ekki enn orðið „stórasta land í heimi“ að mati hugverkastofunnar virðist það þó a.m.k. orðið nógu stórt og þekkt til að enskt heiti þess sé ekki lengur „merkingarlaust“ í huga Suður-Evrópubúa og annarra sem ekki hafa ensku að móðurmáli.Endalok hins hrollkalda stríðsÞó Iceland Foods geti vissulega enn áfrýjað niðurstöðu hugverkastofunnar er staðan jákvæð fyrir Ísland í því sem erlendir fjölmiðlar hafa m.a. kallað „hið hrollkalda stríð“ ríkisins og verslanakeðjunnar. Þrátt fyrir að andmæli Iceland Foods gegn skráningu merkja íslenskra fyrirtækja hafi ekki alltaf borið árangur hafa tilburðirnir ótvírætt kostað fyrirtækin umtalsverðan tíma og fjármuni. Að lokum er áhugavert að velta fyrir sér hvort þessi staða hefði viðgengist jafn lengi og raun ber vitni ef málum væri öfugt farið. Ef íslensk verslanakeðja sem sérhæfði sig t.d. í bragðdaufum réttum og feitmeti hefði fengið orðmerki á borð við „United Kingdom“ skráð á innri markaðnum og aftrað þúsundum breskra fyrirtækja að vísa til uppruna vara sinna. Líklega er ekki óvarlegt að áætla að slíkir tilburðir hefðu hlotið skjótan endi. Höfundur er sjónvarpsmaður og laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deila Íslands og Iceland Foods Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir uppgang og vinsældir undanfarinna ára hefur Ísland sannarlega ekki alltaf verið stórasta land í heimi. Á æskuárum mínum í Bretlandi, okkar næstu nágrannaþjóð – eða svo gott sem, voru meira að segja stundum rekin upp stór augu þegar þjóðerni litla Íslendingsins kom til tals. Nú er öldin auðvitað önnur og viðbrögð á borð við „Gosh, Iceland is totally on my bucket list,“ öllu algengari. Viðkomandi hefur jafnvel hug á að skoða lunda, smakka lunda, kaupa lunda-tuskudýr og er hugsanlega margs vísari, veit t.d. að Ísland er grænt og Grænland hvítt. Steingrímur stóð í pontu En hvað um það. Í febrúar árið 2005, um fimm árum áður en óskabarn þjóðarinnar, Eyjafjallajökull, gaus með látum, stóð áhyggjufullur þingmaður í ræðustól Alþingis. Þar fór Steingrímur J. Sigfússon, sem varaði þingheim við því að erlent fyrirtæki reyndi nú að gera nafn landsins að merki sínu – og frestur til að bera fram formleg andmæli væri við það að renna út. Varnaðarorð þingmannsins reyndust sannarlega eiga rétt á sér, en í vikunni kom loks lending í mál Íslandsstofu, Samtaka Atvinnulífsins og Utanríkisráðuneytisins gegn Iceland Foods Ltd. á vettvangi Hugverkastofu Evrópusambandsins. Þannig hefur breska fyrirtækið í nokkur ár átt einkarétt á notkun vörumerkisins ICELAND, ekki bara rauðgulu myndarinnar heldur orðsins sjálfs. Þessu hefur eðli málsins samkvæmt fylgt umtalsvert óhagræði, enda íslensk fyrirtæki að miklu leyti háð duttlungum erlendrar verslanakeðju með frosin matvæli þegar kom að því að festa merki sín í sessi í Evrópu.ICELAND GOLDÞannig má nefna súrrealískt dæmi frá miðju ári 2016 þegar umsókn íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins Iceland Seafood International ehf. um skráningu vörumerkisins ICELAND GOLD á innri markaði ESB var hafnað eftir andmæli Iceland Foods. Fallist var á þau rök Bretanna að ruglast mætti á vörum fyrirtækjanna og Íslendingunum því óheimilt að nota orðið ICELAND með þessum hætti í merki sitt. Í gegnum tíðina hefur Iceland Foods sótt fleiri slík andmælamál gegn íslenskum fyrirtækjum, sem hefur þó eftir atvikum verið hafnað eða fallið niður af öðrum ástæðum. Má þar nefna merki á borð við Inspired by Iceland, ISI ICELAND SEAFOOD og Clean Iceland. Skráning ríkjaheita sem vörumerkja er ekki bönnuð berum orðum í viðeigandi Evrópulöggjöf heldur háð túlkun tiltekinna ákvæða hverju sinni. Eitt þeirra snýr að því að ekki megi skrá sem vörumerki orð sem vísa eingöngu til magns, gæða eða upprunastaðar vöru. Undir regluna gætu t.a.m. fallið orð eins og „kíló“, „meter“ og „Akureyri“ – þó allt sé það háð aðstæðum hverju sinni. Að baki búa ekki síst sjónarmið um mikilvægi þess að fyrirtæki geti við markaðssetningu lýst vörum sínum og vísað til uppruna þeirra án þess að eiga á hættu að brjóta með því á vörumerkjarétti annarra. Náskylt þessu þarf vörumerki svo að búa yfir ákveðnum sérkennum og vera til þess fallið að greina vörur og þjónustu fyrirtækis frá öðrum.Mónakó og Brasilía nógu stór og þekktVörumerki á borð við Brasil og MONACO hafa t.a.m. fallið á þessu prófi á vettvangi hugverkastofu ESB. Hvað hið fyrrnefnda varðar var m.a. vísað til þess hve stórt, fjölmennt og þekkt landið væri fyrir útflutning ýmissa vara. Hvað MONACO varðar sagði í niðurstöðunni að merkið yrði strax túlkað af neytendum sem hrein lýsandi tilvísun til Mónakó sem upprunastaðar og var skráningu hafnað m.a. á þeim forsendum. Á svipuðum nótum var nýleg niðurstaða hugverkastofunnar hvað varðar ICELAND. Þannig var merkið ekki talið búa yfir nægilegum sérkennum og þótti fyrst og fremst lýsandi fyrir upprunastað, enda myndu neytendur tengja vörur með merkingunni við Ísland. Þessi niðurstaða er auðvitað fagnaðarefni, enda vandræði íslenskra fyrirtækja vegna andmæla Iceland Foods við vörumerkjaskráningum þeirra nú vonandi úr sögunni.Merkingarlaust utan enskumælandi ríkja?Ekki er síður jákvæð sú breyting sem greina má í afstöðu skráningaryfirvalda frá því fyrrnefnt mál um merkið ICELAND GOLD var rekið. Niðurstaðan um sérkenni „ICELAND“ hluta merkisins var nokkuð áhugaverð, en sama rökstuðningi var þá beitt um sérkenni orðmerkisins ICELAND. Þannig sagði m.a. að „ICELAND“ í umþrættu merki „væri enskt orð sem vísaði til eyríkis í Norður-Atlantshafi og myndi líklega ekki hafa neina þýðingu í huga spænskumælandi neytenda“. Orðið væri „merkingarlaust og hefði sérkenni í meðallagi“ fyrir spænskumælandi neytendur í þeim vöruflokkum sem um ræddi. Hin nýja niðurstaða í máli Íslands gegn Iceland Foods nær hins vegar til innri markaðar ESB í heild sinni. Þó Ísland sé kannski ekki enn orðið „stórasta land í heimi“ að mati hugverkastofunnar virðist það þó a.m.k. orðið nógu stórt og þekkt til að enskt heiti þess sé ekki lengur „merkingarlaust“ í huga Suður-Evrópubúa og annarra sem ekki hafa ensku að móðurmáli.Endalok hins hrollkalda stríðsÞó Iceland Foods geti vissulega enn áfrýjað niðurstöðu hugverkastofunnar er staðan jákvæð fyrir Ísland í því sem erlendir fjölmiðlar hafa m.a. kallað „hið hrollkalda stríð“ ríkisins og verslanakeðjunnar. Þrátt fyrir að andmæli Iceland Foods gegn skráningu merkja íslenskra fyrirtækja hafi ekki alltaf borið árangur hafa tilburðirnir ótvírætt kostað fyrirtækin umtalsverðan tíma og fjármuni. Að lokum er áhugavert að velta fyrir sér hvort þessi staða hefði viðgengist jafn lengi og raun ber vitni ef málum væri öfugt farið. Ef íslensk verslanakeðja sem sérhæfði sig t.d. í bragðdaufum réttum og feitmeti hefði fengið orðmerki á borð við „United Kingdom“ skráð á innri markaðnum og aftrað þúsundum breskra fyrirtækja að vísa til uppruna vara sinna. Líklega er ekki óvarlegt að áætla að slíkir tilburðir hefðu hlotið skjótan endi. Höfundur er sjónvarpsmaður og laganemi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar