Lífið samstarf

Hárvörumerkið Maria Nila verðlaunað í Stokkhólmi

Regalo kynnir
Upphafið að fjölskyldufyrirtækinu Maria Nila má rekja til ömmu eigendanna en hún bjó til sínar eigin náttúrulegu sápur.
Upphafið að fjölskyldufyrirtækinu Maria Nila má rekja til ömmu eigendanna en hún bjó til sínar eigin náttúrulegu sápur. Regalo
Sænska hársnyrtivörufyrirtækið Maria Nila var valið „Snyrtivöruútflytjandi ársins, The Cosmetics Export Company, á  Swedish Beauty Awards 2019 í Stokkhólmi. Þá var hitavörnin, Quick dry heat spray frá Maria Nila, valið besta hármótunarvaran. 

Allar vörur Maria Nila eru vegan og framleiddar á umhverfisvænan hátt. Regalo ehf fer með umboð Maria Nila á Íslandi.

Quick dry heat spray frá Maria Nila var valið besta hármótunarvaran á Swedish Beauty Awards.
„Maria Nila er fjölskyldufyrirtæki með yfir fjörutíu ára farsæla sögu,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf.  „Upphaf fyrirtækisins má rekja til ömmunnar Mariu Nila, sem bjó í norðurhluta Svíþjóðar og bjó til sínar eigin náttúrulegu sápur. Barnabörnum Mariu fannst tilvalið að nýta sýn hennar og kraft og nefndu fyrirtækið eftir henni sem á vel við,“ segir Fríða.

Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf.
Vegan vottað og umhverfisvæn framleiðsla

Vörur Maria Nila hafa hlotið fleiri viðurkenningar, meðal annars frá Leaping Bunny, PETA og The Vegan Society.

„Markmið fyrirtækisins er að vinna ávallt í átt að enn umhverfisvænni vörum og til dæmis eru allar vörur Maria Nila vottaðar stimplum frá þessum aðilum,“ útskýrir Fríða. 

„Vörurnar eru einnig allar án súlfats og parabena. Það er ástríða á bak við alla framleiðslu Maria Nila en vörurnar eru framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Helsingborg í Svíþjóð þar sem þróunarstjórar og efnafræðingar velja af natni öll þau innihaldsefni sem notuð eru í vörurnar.“

Frá verðlaunaafhendindingunni þegar Maria Nila var valið Snyrtivöruútflytjandi ársins, The Cosmetics Export Company, á Swedish Beauty Awards 2019 í Stokkhólmi.
Quick dry heat spray verndar og mótar

Hiti og vatn eru óvinir hársins og mikilvægt að vernda hárið þegar það er blásið. Quick dry heat spray er öflug hitavörn sem gott er að úða yfir rakt hárið áður en það er þurrkað með hárblásara.

Skiptið hárinu í nokkra hluta og úðið hvern hluta úr örlítilli fjarlægð svo vörnin þekji allt hárið.

Spreyið er létt og þyngir ekki hárið og blautt hárið dregur það hratt til sín.

Spreyið ýtir einnig frá sér vatni og styttir þannig tímann sem nota þarf heitan blástur á hárið.

Allar upplýsingar um vörur Maria Nila og sölustaði og er hægt að nálgast inni á www.regalo.is Skemmtilega fræðslu og ráðleggingar er einnig að finna á Snapchat  og Instagram undir Regalofagmenn.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Regalo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×