Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 17. apríl 2019 08:00 Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar