Félag fær hirði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun