Bíó og sjónvarp

Nýjasta Járnsætið gæti verið á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta hlýtur að vera á Íslandi.
Þetta hlýtur að vera á Íslandi. Vísir/HBO
Forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hafa að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um er að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur.

Herferðin ber heitið For The Throne, sem mætti íslenska „Fyrir krúnuna“.

Hásætunum hefur meðal annars verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa hásætin hafa fengið kórónur í verðlaun.

Ýmislegt bendir til þess að ófundið hásæti sé að finna á Íslandi þó það hafi ekki verið sannreynt. Ný mynd sem birtist á Twitter-síðu Game of Thrones í gær sýnir aðstæður sem svipar til Íslands þótt ómögulegt sé að fullyrða það. Þá bendið lagið orðlagið „land of ice and fire“ í tístinu svo sannarlega til Íslands.

Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður tökuliðs Game of Thrones þótt heimsóknum hafi farið fækkandi í seinni þáttaröðum. Fróðlegt verður að sjá hvort nýjasta hásætið sé á Íslandi eða í öðru snæviþöktu landi.

Uppfært 2. apríl

Um aprílgabb Vísis var að ræða eins og lesa má nánar um hér.


Tengdar fréttir

Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok

Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×