„Ekki koma með ræðu, komið með áætlun“ Heimsljós kynnir 2. apríl 2019 10:15 gunnisal Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir. „Ekki koma með ræðu, komið með áætlun,“ segir hann. „Vísindin segja okkur að þetta sé nauðsynlegt. Og þetta er það sem ungt fólk um allan heim er réttilega að krefjast.“ Guterres skrifar ávarp í nýútkomna skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnuninnar þar sem hann ítrekar áskoranir um aðgerðir. Í skýrslunni – Statement of the State of The Global Climate in 2018 – er sýnt fram á að aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu aukist hratt og það er mat stofnunarinnar að þessi þróun nálgist hættumörk. Í skýrslunni segir að áþreifanleg merki um loftslagsbreytingar komi sífellt betur í ljós og jafnframt félagsleg og efnahagsleg áhrif þeirra. Þá er vakin athygli á hækkandi yfirborði sjávar og óvenjuháum loft- og sjávarhita síðustu fjögur árin. Hlýnunin hafi verið samfelld frá síðustu aldamótum og reiknað sé með að hún haldi áfram.Í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að fjölgun náttúruhamfara og hættuástands sem tengist loftslagsbreytingum sé að mati António Guterres enn ein viðvörunin til heimsins um að finna verði með hraði sjálfbærar lausnir. „Skýrslan sannar það sem við höfum sagt: hraðinn í loftslagsbreytingar en meiri en viðleitni okkar til að takast á við breytingarnar.Frétt UN News: New UN Global Climate report ‘another strong wake-up call’ over global warming: GuterresÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir. „Ekki koma með ræðu, komið með áætlun,“ segir hann. „Vísindin segja okkur að þetta sé nauðsynlegt. Og þetta er það sem ungt fólk um allan heim er réttilega að krefjast.“ Guterres skrifar ávarp í nýútkomna skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnuninnar þar sem hann ítrekar áskoranir um aðgerðir. Í skýrslunni – Statement of the State of The Global Climate in 2018 – er sýnt fram á að aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu aukist hratt og það er mat stofnunarinnar að þessi þróun nálgist hættumörk. Í skýrslunni segir að áþreifanleg merki um loftslagsbreytingar komi sífellt betur í ljós og jafnframt félagsleg og efnahagsleg áhrif þeirra. Þá er vakin athygli á hækkandi yfirborði sjávar og óvenjuháum loft- og sjávarhita síðustu fjögur árin. Hlýnunin hafi verið samfelld frá síðustu aldamótum og reiknað sé með að hún haldi áfram.Í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að fjölgun náttúruhamfara og hættuástands sem tengist loftslagsbreytingum sé að mati António Guterres enn ein viðvörunin til heimsins um að finna verði með hraði sjálfbærar lausnir. „Skýrslan sannar það sem við höfum sagt: hraðinn í loftslagsbreytingar en meiri en viðleitni okkar til að takast á við breytingarnar.Frétt UN News: New UN Global Climate report ‘another strong wake-up call’ over global warming: GuterresÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent