Telur Dominos geta stórlækkað verð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2019 13:00 Margir eru hrifnir af pítsum. Getty/Brandon Marsh Töluverð umræða hefur skapast um verðlag á pítsum eftir að dætur Gunnars Smára Egilssonar ranghvolfdu augunum þegar hann lét þær fá tvö þúsund krónur til að panta pítsu um helgina. Gunnar Smári skrifaði um málið á Facebook eftir að orðið fyrir áfalli að eigin sögn er hann fór inn á vef Dominos til þess að skoða pítsuverð. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur þó að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri hægt að lækka verð á pítsum um eitt þúsund krónur. Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Lausleg athugun hans á pítsuverði á milli landa leiddi meðal annars í ljós 38 prósent verðmun á pítsum á milli Íslands og Noregs og 78 prósent verðmun á Íslandi og Svíþjóð, Íslandi í óhag. Framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi segir reyndar að með þessu sé Gunnar Smári að bera saman epli og appelsínur, líkt og lesa má um neðar í fréttinni. Lausleg athugun fréttastofu leiðir í ljós að sé pöntuð stór Hawaiian-pítsa hjá Dominos í Svíþjóð kostar hún 129 sænskar krónur, um 1.700 krónur. Sé óskað eftir heimsendingu bætast við 59 krónur, tæpar 800 krónur, og er heildarverð pítsunnar því um 2.460 krónur. Sambærileg pítsa af matseðli hjá Dominos á Íslandi kostar 3.140 krónur, hvort sem hún er sótt eða send. Sótt Hawaiian-pítsa á Dominos er samkvæmt þessu 46 prósent dýrari á Íslandi en í Svíþjóð. Verðmunurinn er 22 prósent ef pítsan er heimsend.Ekki okur en samt hægt að lækka verð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, sem stýrði Dominos hér á landi áður en hann færði sig yfir til Ikea, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og þar var hann spurður álits um verðlagningu á pítsum hér á landi með hliðsjón af samanburði Gunnars Smára. Þórarinn hefur reglulega hnýtt í rekstraraðila hér á landi fyrir of hátt verðlag en í þetta skipti kom hann pítsustaðaeigendum til varnar, þótt hann teldi að rétt væri að lækka verð á pítsum.„Það eru tvær breytur sem mestu skipta, það er annars vegar hráefniskostnaður og hins vegar launakostnaður. Við erum mikið, mikið dýrari en útlöndin,“ sagði Þórarinn sem lagðist í rannsóknarvinnu fyrir þáttinn.„Ég tók einfalda pítsu, margarítu með pepperóní. Það er eitthvað sem flestir geta kannast við. Hráefniskostnaðurinn á Íslandi á tólf tommu pítsu er 513, gróflega séð. Sama pítsa kostar 254 í Bandaríkjunum. Það er helmingsmunur,“ sagði Þórarinn.Þá væri launakostnaðurinn stór hluti af verði einnar pítsu.„Launakostnaður á starfsmann Eflingar eða VR í næturvinnu, megnið af pítsasölu á sér stað í næturvinnu. Með launatengdum gjöldum eru 4.100 krónur, rúmar. Það eru bara laun sem við borgum á Íslandi með öllum gjöldum. Sömu laun í Bandaríkjunum eru ekki nema eitt þúsund krónur. Það er fjórfaldur munur. Meðallaun eru 8,25 dollarar í skyndibita í Bandaríkjunum,“ sagði Þórarinn. Þegar upp væri staðið væri það sem eftir stæði fyrir pítsastaðinn sambærilegt við það sem stæði eftir í Bandaríkjunum eftir að búið væri að draga frá kostnað við gerð pítsunnar. „Þegar uppi er staðið þegar maður selur tólf tommu pítsu á Íslandi, búinn að borga laun og hráefni, þá er eftir tólfhundruð kall, gróflega séð. Sama pítsa í Bandaríkjunum, þá er eftir þúsundkall. Það er ekkert stórkostlegur munur,“ sagði Þórarinn.Pítsa-deigið mest selda varan í Ikea Var Þórarinn spurður að því hvort hann teldi að pítsustaðir væru að okra á landsmönnum. Taldi hann svo ekki vera með hliðsjón af þeim samanburði sem hann gerði. „Að þessu sögðu, nú er ég búinn að verja pítsastaðina aðeins, þá er þetta samt of dýrt. Ég hefði haldið, af því að menn voru að tala um 3.500 krónu pítsurnar í gær, stóru pítsurnar. Ég hefði haldið að það væri fínt að selja þær þúsundkalli ódýrari, á 2.500. Þú færð sannarlega minna út úr hverri pítsu en þú myndir selja meira.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA.Fréttablaðið/ErnirÞórarinn ræddi ekki sérstaklega um Dominos í þættinum en ljóst má telja af ummælum hans að þau gildi um Dominos sem er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pítsarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Enginn annar pítsastaður komst á lista Meniga. „Ég hefði haldið það að það væri vit, án þess að ég fullyrði eitthvað, að skera niður staðina, stækka þá aðeins og ná meira út úr hverjum stað. Þar liggur að mínu mati sóknarfærið þannig að pítsan gæti kannski verið á þúsundkalli minna,“ sagði Þórarinn sem stýrði rekstri Dominos á árum áður, líkt og fyrr segir. Þannig mætti ná inn ágætum tekjum með því að selja pítsurnar í meira magni. Ólíklegt væri þó að nýjir aðilar á markaði gætu náð að þrýsta verðinu niður með aukinni samkeppni.„Það er enginn að koma inn á markaðinn. Það er þannig staða á markaðinum að það er einn aðili í ofboðslega sterkri stöðu, yfirgnæfandi stöðu. Lítill aðili sem kemur inn á markaði nær ekki að breyta neinu,“ sagði Þórarinn.Bætti Þórarinn einnig því við að mögulega væri besta sparnaðarleiðin þegar kæmi að pítsum að útbúa hana sjálf í eldhúsinu heima. Sagði hann ljóst að margir gerðu það enda væri pítsa-deigið sem selt er í verslun Ikea söluhæsta varan í versluninni. Hægt væri að kaupa deig í flestum matvörubúðum.„Ég mæli með því að þeir sem eru óánægðir með pítsaverðin að þeir geri þetta bara sjálfir. Þetta er bara fínt heimasport, þetta er fjölskyldusport. Það er svo ótrúlegt að mest selda varan er pítsa-deig, yfir 100 þúsund deig á ári. Það er út af því að markaðurinn er að kalla eftir þessu, menn eru búnir að verðleggja sig út af markaðinum.“Heimsendingargjald víða ekki innifalið Þeir Bítisbræður, Heimir Karlsson og Gulli Helga, ræddu einnig við Birgi Örn Birgisson, framkvæmdastjóra Dominos á Íslandi sem sagði að samanburður Gunnars Smára væri ekki gerður á réttum forsendum. „Þegar hann er að skoða matseðilspítsuverð í Noregi og Svíþjóð, sem eru þau lönd sem eru næst okkur, þá er ekki tekið með í reikninginn heimsendingargjald sem leggst ofan á öll verð í Noregi og Svíþjóð,“ sagði Birgir Örn.Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi.SIÍ Noregi væri slíkt gjald til að mynda 89 norskar krónur, rúmar tólf hundruð íslenskar krónur á gengi dagsins. Taka þyrfti þetta með í reikninginn því að inn í verði pítsa á matseðli Dominos hér á landi væri heimsendinginn reiknuð inn í verðið fyrirfram. „Í þessu tilviki er verið að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Birgir Örn og bætti við að ef viðskiptavinir væru tilbúnir til þess að sækja pítsur sjálfir væri hægt að fá pítsur á lægra verði í með ýmsum tilboðum. Ljóst er þó að til dæmis í Noregi og Svíþjóð eru pítsurnar á Dominos ódýrari ef þær eru sóttar, þar sem ekki leggst heimsendingarkostnaður ofan á verðið. Þá taldi að hann ef að Dominos myndi fylgja ráðum Þórarins og fækka stöðum, myndi það ekki leggjast vel í landsmenn.„Til þess að þjónusta vel þá verðum við að vera með svona marga staði. Ef við myndum fækka þeim eins og komu upp einhverjar vangaveltur um myndi allt hreinlega fara á hliðina á föstudögum.“Hlusta má á viðtalið við Birgi Örn hér að neðan. Bítið IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Segir komið fram við Íslendinga eins og þeir séu einnota og að gáfnafari og verðvitund þeirra sé misboðið Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, var einn frummælenda á málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi í morgun. 14. mars 2019 13:43 Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast um verðlag á pítsum eftir að dætur Gunnars Smára Egilssonar ranghvolfdu augunum þegar hann lét þær fá tvö þúsund krónur til að panta pítsu um helgina. Gunnar Smári skrifaði um málið á Facebook eftir að orðið fyrir áfalli að eigin sögn er hann fór inn á vef Dominos til þess að skoða pítsuverð. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur þó að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri hægt að lækka verð á pítsum um eitt þúsund krónur. Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Lausleg athugun hans á pítsuverði á milli landa leiddi meðal annars í ljós 38 prósent verðmun á pítsum á milli Íslands og Noregs og 78 prósent verðmun á Íslandi og Svíþjóð, Íslandi í óhag. Framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi segir reyndar að með þessu sé Gunnar Smári að bera saman epli og appelsínur, líkt og lesa má um neðar í fréttinni. Lausleg athugun fréttastofu leiðir í ljós að sé pöntuð stór Hawaiian-pítsa hjá Dominos í Svíþjóð kostar hún 129 sænskar krónur, um 1.700 krónur. Sé óskað eftir heimsendingu bætast við 59 krónur, tæpar 800 krónur, og er heildarverð pítsunnar því um 2.460 krónur. Sambærileg pítsa af matseðli hjá Dominos á Íslandi kostar 3.140 krónur, hvort sem hún er sótt eða send. Sótt Hawaiian-pítsa á Dominos er samkvæmt þessu 46 prósent dýrari á Íslandi en í Svíþjóð. Verðmunurinn er 22 prósent ef pítsan er heimsend.Ekki okur en samt hægt að lækka verð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, sem stýrði Dominos hér á landi áður en hann færði sig yfir til Ikea, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og þar var hann spurður álits um verðlagningu á pítsum hér á landi með hliðsjón af samanburði Gunnars Smára. Þórarinn hefur reglulega hnýtt í rekstraraðila hér á landi fyrir of hátt verðlag en í þetta skipti kom hann pítsustaðaeigendum til varnar, þótt hann teldi að rétt væri að lækka verð á pítsum.„Það eru tvær breytur sem mestu skipta, það er annars vegar hráefniskostnaður og hins vegar launakostnaður. Við erum mikið, mikið dýrari en útlöndin,“ sagði Þórarinn sem lagðist í rannsóknarvinnu fyrir þáttinn.„Ég tók einfalda pítsu, margarítu með pepperóní. Það er eitthvað sem flestir geta kannast við. Hráefniskostnaðurinn á Íslandi á tólf tommu pítsu er 513, gróflega séð. Sama pítsa kostar 254 í Bandaríkjunum. Það er helmingsmunur,“ sagði Þórarinn.Þá væri launakostnaðurinn stór hluti af verði einnar pítsu.„Launakostnaður á starfsmann Eflingar eða VR í næturvinnu, megnið af pítsasölu á sér stað í næturvinnu. Með launatengdum gjöldum eru 4.100 krónur, rúmar. Það eru bara laun sem við borgum á Íslandi með öllum gjöldum. Sömu laun í Bandaríkjunum eru ekki nema eitt þúsund krónur. Það er fjórfaldur munur. Meðallaun eru 8,25 dollarar í skyndibita í Bandaríkjunum,“ sagði Þórarinn. Þegar upp væri staðið væri það sem eftir stæði fyrir pítsastaðinn sambærilegt við það sem stæði eftir í Bandaríkjunum eftir að búið væri að draga frá kostnað við gerð pítsunnar. „Þegar uppi er staðið þegar maður selur tólf tommu pítsu á Íslandi, búinn að borga laun og hráefni, þá er eftir tólfhundruð kall, gróflega séð. Sama pítsa í Bandaríkjunum, þá er eftir þúsundkall. Það er ekkert stórkostlegur munur,“ sagði Þórarinn.Pítsa-deigið mest selda varan í Ikea Var Þórarinn spurður að því hvort hann teldi að pítsustaðir væru að okra á landsmönnum. Taldi hann svo ekki vera með hliðsjón af þeim samanburði sem hann gerði. „Að þessu sögðu, nú er ég búinn að verja pítsastaðina aðeins, þá er þetta samt of dýrt. Ég hefði haldið, af því að menn voru að tala um 3.500 krónu pítsurnar í gær, stóru pítsurnar. Ég hefði haldið að það væri fínt að selja þær þúsundkalli ódýrari, á 2.500. Þú færð sannarlega minna út úr hverri pítsu en þú myndir selja meira.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA.Fréttablaðið/ErnirÞórarinn ræddi ekki sérstaklega um Dominos í þættinum en ljóst má telja af ummælum hans að þau gildi um Dominos sem er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. Pítsarisinn, sem rekur um 25 útibú um land allt, er með 21 prósent markaðshlutdeild meðal viðskiptavina Meniga. Enginn annar pítsastaður komst á lista Meniga. „Ég hefði haldið það að það væri vit, án þess að ég fullyrði eitthvað, að skera niður staðina, stækka þá aðeins og ná meira út úr hverjum stað. Þar liggur að mínu mati sóknarfærið þannig að pítsan gæti kannski verið á þúsundkalli minna,“ sagði Þórarinn sem stýrði rekstri Dominos á árum áður, líkt og fyrr segir. Þannig mætti ná inn ágætum tekjum með því að selja pítsurnar í meira magni. Ólíklegt væri þó að nýjir aðilar á markaði gætu náð að þrýsta verðinu niður með aukinni samkeppni.„Það er enginn að koma inn á markaðinn. Það er þannig staða á markaðinum að það er einn aðili í ofboðslega sterkri stöðu, yfirgnæfandi stöðu. Lítill aðili sem kemur inn á markaði nær ekki að breyta neinu,“ sagði Þórarinn.Bætti Þórarinn einnig því við að mögulega væri besta sparnaðarleiðin þegar kæmi að pítsum að útbúa hana sjálf í eldhúsinu heima. Sagði hann ljóst að margir gerðu það enda væri pítsa-deigið sem selt er í verslun Ikea söluhæsta varan í versluninni. Hægt væri að kaupa deig í flestum matvörubúðum.„Ég mæli með því að þeir sem eru óánægðir með pítsaverðin að þeir geri þetta bara sjálfir. Þetta er bara fínt heimasport, þetta er fjölskyldusport. Það er svo ótrúlegt að mest selda varan er pítsa-deig, yfir 100 þúsund deig á ári. Það er út af því að markaðurinn er að kalla eftir þessu, menn eru búnir að verðleggja sig út af markaðinum.“Heimsendingargjald víða ekki innifalið Þeir Bítisbræður, Heimir Karlsson og Gulli Helga, ræddu einnig við Birgi Örn Birgisson, framkvæmdastjóra Dominos á Íslandi sem sagði að samanburður Gunnars Smára væri ekki gerður á réttum forsendum. „Þegar hann er að skoða matseðilspítsuverð í Noregi og Svíþjóð, sem eru þau lönd sem eru næst okkur, þá er ekki tekið með í reikninginn heimsendingargjald sem leggst ofan á öll verð í Noregi og Svíþjóð,“ sagði Birgir Örn.Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi.SIÍ Noregi væri slíkt gjald til að mynda 89 norskar krónur, rúmar tólf hundruð íslenskar krónur á gengi dagsins. Taka þyrfti þetta með í reikninginn því að inn í verði pítsa á matseðli Dominos hér á landi væri heimsendinginn reiknuð inn í verðið fyrirfram. „Í þessu tilviki er verið að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Birgir Örn og bætti við að ef viðskiptavinir væru tilbúnir til þess að sækja pítsur sjálfir væri hægt að fá pítsur á lægra verði í með ýmsum tilboðum. Ljóst er þó að til dæmis í Noregi og Svíþjóð eru pítsurnar á Dominos ódýrari ef þær eru sóttar, þar sem ekki leggst heimsendingarkostnaður ofan á verðið. Þá taldi að hann ef að Dominos myndi fylgja ráðum Þórarins og fækka stöðum, myndi það ekki leggjast vel í landsmenn.„Til þess að þjónusta vel þá verðum við að vera með svona marga staði. Ef við myndum fækka þeim eins og komu upp einhverjar vangaveltur um myndi allt hreinlega fara á hliðina á föstudögum.“Hlusta má á viðtalið við Birgi Örn hér að neðan.
Bítið IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Segir komið fram við Íslendinga eins og þeir séu einnota og að gáfnafari og verðvitund þeirra sé misboðið Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, var einn frummælenda á málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi í morgun. 14. mars 2019 13:43 Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Segir komið fram við Íslendinga eins og þeir séu einnota og að gáfnafari og verðvitund þeirra sé misboðið Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, var einn frummælenda á málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi í morgun. 14. mars 2019 13:43
Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. 28. mars 2019 15:55