Fer fram á lengri Brexit-frest Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 22:59 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja Evrópusambandið um framlengingu á fresti sem Bretar hafa fengið vegna útgöngu þjóðarinnar úr ESB. Vonast May til þess að hægt verði að höggva á þann hnút sem hefur verið á málinu í breska í þinginu. May sagði fyrr í kvöld að hún vilji funda með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að komast að samkomulagi um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið. Hún ítrekaði hins vegar að útgöngusamkomulagið sem hún gerði við Evrópusambandið, en var hafnað af breska þinginu í síðustu viku, verði áfram hluti af útgöngusamningi Breta. Corbyn fagnaði því að fá að funda með May og sagðist ætla að tryggja áætlanir um tollabandalag og vernd fyrir verkamenn. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að þessi fyrirhugaði fundur May og Corbyn hafi reitt íhaldsmenn sem vilja úr Evrópusambandinu til reiði. Hefur Boris Johnson sakað ríkisstjórn May um að treysta verkamönnum fyrir lokaviðræðum um Brexit. Boris Johnson, sem er fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, sagði að fjarað hefði allverulega undan útgöngu Breta úr ESB og að hann gæti aldrei samþykkt að vera í tollabandalagi. BBC vill meina að þetta útspil Theresu May sé til marks um að forsætisráðherrann ætli sér að eiga í nánari samskiptum við Evrópusambandið en hún hefur áður gefið út. Bretar hafa frest til 12. apríl til að ná samkomulagi við Evrópusambandið um útgönguna, annars yfirgefa Bretar ESB án samnings. Í yfirlýsingu sem May sendi frá sér í kvöld sagði hún að tíminn á framlengda frestinum yrði skammur, helst ekki lengur en til 22. maí svo Bretar þurfi ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþings. Þá vonast hún til að geta komist að samkomulagi við Corbyn og að breska þingið geti kosið um það fyrir 10. apríl næstkomandi, áður en Evrópusambandið heldur neyðarráðstefnu um Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira