Engin niðurstaða í Hillsborough dómsmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 13:26 Hillsborough harmleikurinn 15. apríl 1989. Getty/ Bob Thomas Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal. Prosecution seek retrial in Hillsborough case after jury fail to reach verdict on match commander David Duckenfield https://t.co/fDMvGtGgHR — BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 3, 2019 Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal. Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan. BREAKING David Duckenfield jury fails to reach manslaughter verdict in Hillsborough trial https://t.co/utQIfMX6fgpic.twitter.com/uLoAmZ9ITv — Mirror Breaking News (@MirrorBreaking_) April 3, 2019 Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn. Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn. 15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur. BREAKING: Jury at the trial of Hillsborough match commander David Duckenfield has been discharged after failing to reach a verdict. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 3, 2019 Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleikurinn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool. Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi. Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi. #Liverpool is to stage a commemorative event marking the 30th anniversary of the Hillsborough football disaster on Monday, 15 April at @SGHLpool Plateau. Event will begin at 5:30pm.#READ: https://t.co/SpczENLOTipic.twitter.com/QYZ7MjwWPc — Liverpool City Council (@lpoolcouncil) April 1, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal. Prosecution seek retrial in Hillsborough case after jury fail to reach verdict on match commander David Duckenfield https://t.co/fDMvGtGgHR — BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 3, 2019 Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal. Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan. BREAKING David Duckenfield jury fails to reach manslaughter verdict in Hillsborough trial https://t.co/utQIfMX6fgpic.twitter.com/uLoAmZ9ITv — Mirror Breaking News (@MirrorBreaking_) April 3, 2019 Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn. Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn. 15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur. BREAKING: Jury at the trial of Hillsborough match commander David Duckenfield has been discharged after failing to reach a verdict. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 3, 2019 Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleikurinn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool. Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi. Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi. #Liverpool is to stage a commemorative event marking the 30th anniversary of the Hillsborough football disaster on Monday, 15 April at @SGHLpool Plateau. Event will begin at 5:30pm.#READ: https://t.co/SpczENLOTipic.twitter.com/QYZ7MjwWPc — Liverpool City Council (@lpoolcouncil) April 1, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti