Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:47 Nadler formaður hefur nú heimild til að gefa út stefnur til að knýja á um að fá Mueller-skýrsluna í hendur. Vísir/EPA Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37