Nostalgía á Barnakvikmyndahátíð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. apríl 2019 10:00 Hin ástsæla kvikmynd Benjamín dúfa verður sýnd á hátíðinni. Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag, fimmtudaginn 4. apríl, í Bíó Paradís og stendur yfir til 14. apríl. Það er 1.000 króna barnaverð fyrir alla og gnægð af fríviðburðum. Nostalgía mun svífa yfir vötnum, en sýndar verða klassískar myndir á borð við Ghostbusters og The NeverEnding Story ásamt einni ástsælustu kvikmynd úr smiðju Jims Henson, The Dark Crystal. Opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar er Benjamín dúfa, sem hefur ekki sést í bíó í áratugi, en hefur nú verið endurbætt í fullum stafrænum mynd-/hljóðgæðum fyrir frábæra upplifun. Einnig mun kvikmyndin eftir sígildri sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur eiga endurkomu á Barnakvikmyndahátíð með íslensku tali, sú mynd hefur heldur ekki sést í bíó síðan á níunda áratugnum og birtist nú áhorfendum í glænýrri stafrænni útgáfu.Hin bráðskemmtilega mynd um Matthildi eftir sögu Roalds Dahl er á meðal mynda á hátíðinni.Japanskar teiknimyndir eiga sinn sess á Barnakvikmyndahátíðinni, en í þetta sinn verður sýnd hin klassíska mynd leikstjórans Hayao Miyazaki, My Neighbor Totoro, ásamt hinni spánnýju Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta teiknimyndin. Fjölmargir fríviðburðir eru í boði á Barnakvikmyndahátíð, slímnámskeið verður á undan sýningu Ghostbusters (sun. 7/4), leiklistarnámskeið undir handleiðslu Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur (sun. 14/4), japanska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir sýnikennslu á japanskri skrautskrift (sun. 7/4) og á Eurovision-viðburði (fös. 12/4) verður stiklað yfir brot úr öllum framlögunum árið 2019. Einnig verður frítt inn á allar bíósýningar á Litlu lirfunni ljótu og Önnu og skapsveiflunum sem sýndar verða saman, og Hagamúsinni eftir Þorfinn Guðnason. Borgarleikhúsið mun kíkja í heimsókn á lokadegi hátíðarinnar (sun. 14/4) þar sem Bergur Þór, leikstjóri söngleiksins Matthildur, mun koma ásamt tveimur ungum leikurum úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin upplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu. Í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggð er á frábærri sögu rithöfundarins Roalds Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins. Dagskráin í heild sinni er á bioparadis.is. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag, fimmtudaginn 4. apríl, í Bíó Paradís og stendur yfir til 14. apríl. Það er 1.000 króna barnaverð fyrir alla og gnægð af fríviðburðum. Nostalgía mun svífa yfir vötnum, en sýndar verða klassískar myndir á borð við Ghostbusters og The NeverEnding Story ásamt einni ástsælustu kvikmynd úr smiðju Jims Henson, The Dark Crystal. Opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar er Benjamín dúfa, sem hefur ekki sést í bíó í áratugi, en hefur nú verið endurbætt í fullum stafrænum mynd-/hljóðgæðum fyrir frábæra upplifun. Einnig mun kvikmyndin eftir sígildri sögu Astrid Lindgren um Ronju ræningjadóttur eiga endurkomu á Barnakvikmyndahátíð með íslensku tali, sú mynd hefur heldur ekki sést í bíó síðan á níunda áratugnum og birtist nú áhorfendum í glænýrri stafrænni útgáfu.Hin bráðskemmtilega mynd um Matthildi eftir sögu Roalds Dahl er á meðal mynda á hátíðinni.Japanskar teiknimyndir eiga sinn sess á Barnakvikmyndahátíðinni, en í þetta sinn verður sýnd hin klassíska mynd leikstjórans Hayao Miyazaki, My Neighbor Totoro, ásamt hinni spánnýju Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta teiknimyndin. Fjölmargir fríviðburðir eru í boði á Barnakvikmyndahátíð, slímnámskeið verður á undan sýningu Ghostbusters (sun. 7/4), leiklistarnámskeið undir handleiðslu Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttur (sun. 14/4), japanska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir sýnikennslu á japanskri skrautskrift (sun. 7/4) og á Eurovision-viðburði (fös. 12/4) verður stiklað yfir brot úr öllum framlögunum árið 2019. Einnig verður frítt inn á allar bíósýningar á Litlu lirfunni ljótu og Önnu og skapsveiflunum sem sýndar verða saman, og Hagamúsinni eftir Þorfinn Guðnason. Borgarleikhúsið mun kíkja í heimsókn á lokadegi hátíðarinnar (sun. 14/4) þar sem Bergur Þór, leikstjóri söngleiksins Matthildur, mun koma ásamt tveimur ungum leikurum úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin upplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu. Í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggð er á frábærri sögu rithöfundarins Roalds Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins. Dagskráin í heild sinni er á bioparadis.is.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira