Tillaga um úttekt á Gröndalshúsi felld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 12:45 Skýrslan var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36