Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Andri Eysteinsson skrifar 7. apríl 2019 10:42 Theresa May hefur verið í erfiðri stöðu megnið af embættistíð sinni. Getty/NurPhoto Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira