Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 08:15 Fjölskyldan saman á góðri stund við útskrift hjá Davíð Karli. Jón Þröstur er vinstra megin við hann. Með þeim eru systur þeirra, Þórunn og Anna, og bróðir þeirra, Daníel Örn. Fjölskyldan heldur enn í vonina á erfiðum tímum. „Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira