Vændið á Alþingi Arnar Sverrisson skrifar 17. apríl 2019 00:00 Fyrir réttum tíu árum á 130. löggjafarþinginu árið 2003-2004 þann sautjánda apríl var gengið til atkvæðagreiðslu um breytingar á vændisgrein almennra hegningarlaga. Flutningsmenn frumvarpsins voru Kolbrún Halldórsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir ásamt ellefu konum öðrum. Þeim var umhugað um að innleiða sænsku leiðina, þ.e. að banna kaup vændis. Orð sérstakra ráðgjafa, félagsráðgjafans og lögfræðingsins, Gunilla Ekberg, og fyrrverandi aðstoðarforsætis- og jafnréttismála Svíþjóðar, Margareta Winberg, eru þannig túlkuð í greinargerð með frumvarpinu, að „ekki [sé] hægt að skilja á milli vændis, kláms og mansals, því að konurnar sem seldar eru til kynlífsþrælkunar [séu] um leið seldar inn í klámiðnaðinn.“ Boðskapur Gunillu og Margaretu er því: „Kaupendurnir [hafa] val um að kaupa ekki, en staða vændiskvennanna [er] það veik að þær [eiga] ekki val.“ Kolbrún Halldórsdóttir dregur þó ofurlítið í land: „Það er undantekning ef einstaklingur velur sér að stunda vændi.“ Síðar fullyrðir hún; „að í landi þar sem jafnrétti ríkir, þar er ekki stundað vændi.“ Hrifning ýmissa íslenskra kvenréttinda- og kvenfrelsunarsamtaka af sænsku leiðinni er svo orðuð; „[S]víar [hafa] sýnt þor og einbeittan vilja til að breyta lögum sínum svo draga mætti sem mest úr ofbeldi gegn konum og öðru kynbundnu misrétti.“ „Kynbundið misrétti“ virðist hér notað í merkingunni „karlbundið“ misrétti, þ.e. misrétti, sem karlar beita konur. Í greinargerðinni með frumvarpinu er ennfremur dregin ályktun af ótali rannsókna á vændiskonum: „Ótal kannanir sýna einnig að konur sem selja líkama sinn hafa að stórum hluta verið beittar kynferðisofbeldi í æsku og hafa því alla tíð staðið höllum fæti í lífinu.“ Ennfremur: „Afleiðingar vændis eða sölu hvers kyns kynlífsþjónustu eru iðulega mjög svipaðar og hjá öðrum þolendum kynferðisofbeldis, þ.e. brotin sjálfsmynd, sjálfsfyrirlitning, þunglyndi, sjálfsvígsþankar og tilraunir til sjálfsvíga.“ Í umgetinni greinargerð er einnig fullyrt: „Þá er þess einnig að geta að talið er að verslun með konur til kynlífsþrælkunar sé oftast tengd annarri glæpastarfsemi, svo sem eiturlyfjasmygli, peningaþvætti og öðrum ólöglegum athöfnum.“ Það fer vart milli mála, að breytingum á löggjöfinni er beint gegn körlum sérstaklega í þágu veiklundaðra, viljalausra, þrælkaðra kvenna, sem aukin heldur hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi í æsku – af karlmönnum vitaskuld. Grundvallarhugmyndafræði flutningsmanna leynir sér varla. Fyrrnefndar, Margareta og Gunilla, eru annálaðir kvenfrelsarar. Kjarninn í hugmyndafræði þeirra er, að karlar séu illir og sérstaklega illskeyttir gagnvart konum. Staðhæft er, að við samfarir beiti karlar konur ofbeldi yfirleitt og sérstaklega, þegar endurgjald kemur fyrir. Þannig hafi það verið um aldir alda. Þessar skoðanir eiga sér víðar hljómgrunn en í Svíþjóð og á Íslandi. Cecilie Höigård og Liv Finstad, sem rannsökuðu götuvændi í Osló á níunda áratugi síðustu aldar, og háskólaprófessorar báðar tvær, leggja sérstaka áherslu á, að í kaupum kynlífsþjónustu kvenna sé fólgið ofbeldi karla. Skoðum fleiri dæmi af mýmörgum: „Karlar sýna svart hatur sitt gangvart líkama kvenna, þegar þeir notfæra sér kynlífsþjónustu þeirra.“ (Dworkin). „Vændi er keypt nauðgun.“ (Raymond) „Fremur ber að líta á [karlkyns vændiskaupendur] sem ofbeldismenn en viðskiptavini.“ (Raphael og Shapiro) „[Viðskiptavinirnir] eru ekkert annað en slæmir strákar, sem þurfa högg á handarbakið. Þeim er betur lýst sem rándýrum. – [þeir] eru venjulega morðóðir gagnvart konum.“ (Farley) Karlkaupendur ætti að brennimerkja sem kynferðisafbrotamenn og skrá á viðeigandi lista. „[Það er] mikilvægt að skipa karlkyns kynlífskaupendum á bekk með nauðgurum, barnaníðingum og öðru félagslegu úrþvætti.“ (Macleod) „Konur, gerðar að fróunarhulsu (object that men masturbate into) fyrir karlmenn, bíða víðtækt tjón á sálu sinni.“ (Farley) „[V]ændi, klám og kynlífsþrælkun fullnægja lagaskilgreiningu á pyndingum.“ (Farley) „Skoða ber vændi í réttu ljósi - sem einstaklega banvænt ofbeldi karla gegn konum.“ (Farley og Kelly) Sama fjarstæðuofstopa má sjá í áróðri kvenfrelsunarsamtaka, sem helga sig banni á vændi kvenna. Samfylkingin gegn vændisánauð kvenna (Coalition Against Trafficking in Women - CATW) staðhæfir fullum fetum: „Í alls konar vændi felst kúgun kvenna, án tillits til, hvort konan sé fús til þess eða ekki. Vændi hefur áhrif á allar konur, réttlætir sölu sérhverrar konu, og umbreytir henni til jafngildis kynlífs.“ Áróðurssamtök þessi hreykja sér af því, að „hafa endurskilgreint umræðuna um vændi og mansal víða í veröldinni og innan vébanda Sameinuðu þjóðanna.“ Flutningsmenn umræddrar tillögu á Alþingi og skoðanasystur taka undir málflutning hinna útlendu þjáningasystra: „Kaup á kynlífi og kynlífsþjónustu er gróf valdbeiting, kynferðislegt ofbeldi.“ (Þuríður Backman) „Ef við höldum því fram að vændi sé eðlilegur hluti samfélagsins eru við um leið að segja .... að kynferðisleg niðurlæging sé eðlilegur hluti mannlegrar hegðunar. Og við erum að segja að þeir sem leiðast út í vændi standi frammi fyrir vali.“ (Áshildur Bragadóttir) „[V]ændi er í eðli sínu neðanjarðarstarfsgrein vegna þess að hún er þess eðlis að bæði kaupandi og seljandi fyrirverða sig fyrir viðskiptin.“ (Jenny Anna Baldursdóttir) „[Vændi] er oftast sprottið af sárri neyð og jafnvel beinni nauðung. Því er fráleitt að gera þolendurna ábyrga fyrir vændi en rétt að draga til ábyrgðar þá sem nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“ (Ásta R. Jóhannesdóttir) Utanþingsstuðningur við frumvarpið kom frá hinum ýmsu kvennahreyfingum eins og: Bríeti, félagi ungra femínista, Kvennaathvarfinu, Femínistafélagi Íslands, Stígamótum, Kvenfélagasambandi Íslands, Tímaritinu Veru, Kvennakirkjunni, Unifem á Íslandi, Kvennaráðgjöfinni, Félagi kvenna í læknastétt, Kvenréttindafélagi Íslandi, Landssambandi Framsóknarkvenna, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og V-dagssamtökunum.“ Umræða um frumvarpið var harla fátækleg. Úr herbúðum kristinna var þó lyft fingri. Vandað var um við „femínista“: „Ábyrgð femínista á ógæfulegri "lausn" þessara mála getur því orðið margfalt þyngri og hræðilegri en þær hefðu nokkurn tímann ímyndað sér. Það svalar þeim kannski að geta unnið "enn einn sigurinn á körlum," en þetta er skammsýni, kvenna vegna og þjóðfélagsins líka, þ.e. þessi "hálfa leið" sem þær vilja fara í stað þess að banna líka sölu vændis ...“ (Jón Valur Jensson) Magnaðasta innleggið kom þó frá nefnd Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 2006, skipaðri af Kolbrúnu Halldórsdóttir, Jónínu Bjartmarz og Ágústi Ólafi Ágústssyni, sem segja: „Við lítum svo á að vændi sé hluti af kynbundnu ofbeldi karla gegn konum.... Leita þarf leiða til að auka vitund fólks, ekki síst ungra karla, um að það sé óásættanlegt að líta á líkama manneskju sem vöru .... Jafnframt þarf að leggja áherslu á að sjálfsákvörðunarréttur kvenna til kynlífs verði viðurkenndur.“ – „... [F]æra [á] refsiábyrgðina yfir á þann sem velur að kaupa sér afnot af líkama manneskju til að fullnægja kynhvöt eða ofbeldishneigð.“ ... „Það er mikilvægt að þingheimur fái að taka afstöðu til sjálfsákvörðunarréttar kvenna til kynlífs og gegn því að mannslíkaminn gangi kaupum og sölum.“ Rúsínan í pylsuendanum er val sérfróðra ráðgjafa. En þeir eru meðal mestu ofstopakvenfrelsara þjóðarinnar; Guðrún Jónsdóttir og Drífa Snædal. Skýrsluhöfundum verður sem sé ekki skotaskuld úr því að fullyrða samtímis að virða beri sjálfsákvörðunarrétt konu til kynlífs og jafnframt koma í veg fyrir, að hún geti selt það, kæri hún sig um. Svo virðist sem vakað hafi fyrir kvenfrelsarasveit Alþingismanna, m.a. með ofangreinda skýrslu að vopni, að drýgja hliðstæða dáð á Íslandi og CATW drýgði á vígstöðvum SÞ. Allavega segir Kolbrún Halldórsdóttir: „Þetta mál hefur verið eins konar tákn fyrir femíníska stefnu.... Femínistafélagið og femínísk félög hafa ævinlega pressað mjög á þingmenn að samþykkja þetta mál.... femínísk sjónarmið hafi náð yfirhöndinni á Alþingi Íslendinga í tilteknum málum.“ Það er skemmst frá því að segja, að umrætt „frumvarp var samþykkt á Alþingi 17. apríl 2009 með 27 atkvæðum á móti 3 atkvæðum. 16 þingmenn greiddu ekki atkvæði og 17 þingmenn voru fjarstaddir.“ Þá ríkti í landinu minnihlutastjórn Samfylkingar og vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokks. (Sveinbjörg Jónsdóttir) Það er með fullkomnum ólíkindum, að kvenfrelsurum skuli hafa tekist að þvinga umgetið frumvarp gegnum Alþingi Íslendinga. Þrjátíu og þrír þingmenn tóku ekki afstöðu. Hvílíkir amlóðar! Það sætir því varla undrum, að almúginn lýsi megnri vanþóknun á löggjafarsamkundunni. Vonandi mun einhver svipta hulunni af þeim hrossakaupunum, sem hljóta hafa átt sér stað. Það er einnig eftirtektarvert, að já-þingmenn koma úr helstu forsjárhyggjuflokkum þjóðarinnar. Einn þeirra, Samfylkingin, býr við þá sérstöðu, að allir kvenkyns landsfundarfulltrúar hans eru/hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Það kynni að hafa mótað afstöðu flokksins að einhverju leyti. Fyrrum (rakastofu)jafnréttisráðherra Íslendinga, Gunnar Bragi Sveinsson, nú miðframsóknarmaður, lýsir kvenfrelsunarforsjárhyggjunni í þessum orðum: „[A]ð banna vændiskaup en ekki að refsa þeim sem neyðast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnugrein og á ekki að fá að þrífast sem slík.“ Löggjöfinni er augljóslega beint gegn karlmönnum. Hún gerir þann karlpening að glæpamönnum, sem kynlífsþjónustu kaupir. Röksemdir fyrir löggjöfinni eru dæmalaust ruglingslegar og felast að mestu leyti í hugarórum flutningskvenna, skefjalausum áróðri, sem sjaldnast hefur við einhver gild fagleg eða vísindaleg rök að styðjast. Þar blómstra alhæfingar um kynlífsþjóna;, þeir eru taldir sjúkir, þeim er lýst sem börnum, fórnarlömbum misnotkunar karla og annars ofbeldis af þeirra hálfu, bæði í uppvexti og starfi. Um röksemdafærslu íslenskra kvenfrelsara gildir það sama og um þá sænsku: Hún „[á] rætur í þeirri þörf að ráðskast með „afvegaleiddar“ konur; hugakið er sniðið (eða endursniðið) á grundvelli grófkennds hugtakhrærings, alhæfinga. [Einnig] er afneitað sjálfsvilja og sjálfræði þeirra, sem hafa kynlífsþjónustu að lifibrauði.“ (Jay Levy) Skoðum frekar gagnrýni á umrædd bannlög: „[K]ynlífskaupalögin aðgreina ekki á nokkurn hátt vændi, sem fullvaxta fólk stundar af fúsum og frjálsum vilja annars vegar og mansalsvændis hins vegar. Í orðbeljandinni er kynlífsþjónum meinað að tala sínu máli og taka ákvarðanir um eigið líf.“ (Úr opinberri, breskri skýrslu) „Vændiskaupabannlögin eiga við um frjálsa kynlífsþjónustu, sem álitin er skaðvænleg jafnréttissamfélaginu. Kaup kynlífsþjónustu er brot gegn ríkisvaldinu, brot gegn jafnréttishugmyndafræðinni, hinni nýju ríkistrú.“ (Hans Li Engnell) „Sænska leiðin byggir á sjónarmiðum róttæks femínisma þar sem litið er á kynlífsþjónustu sem eina birtingarmynd ofbeldis karla gegn konum. Hún er einnig byggð á þeirri hugmynd að allir kynlífsþjónar séu fórnarlömb. Þetta viðhorf felur í sér afmennskun þeirra sem vinna þessi störf, það er niðrandi í garð kynlífsþjóna og til þess fallið að þagga niður í þeim.“ (Pye Jakobsson í Kvennablaðinu) Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna lagðist yfir rannsóknir, sem unnar voru á árabilinu 1990-2018. Yfirlitsrannsókn þeirra náði til 130 rannsókna í 33 löndum. Niðurstaðan er skýr: „Það er brýnt, að afglæpavæða kynlíf hið bráðasta.“ Það hefur ekki verið sýnt fram á með vísindalega gildum hætti, að kynlífsþjónusta kvenna hafi dregist saman, hvorki hér né í Svíþjóð. „Það er ... vandkvæðum bundið að benda á grunnstef í þróuninni; hefur vændi færst í aukana eða dregist saman? Ótvírætt svar við þeirri spurningu er ekki á okkar valdi.“ (Socialstyrelsen 2008) „[Þ]að er goðsögn að halda því fram, að lög gegn kaupum á kynlífsþjónustu dragi að einhverju marki úr framboði. Bæði í Noregi og Svíþjóð dró um stundarsakir úr götuvændi, eftir að vændiskaupabannlögin voru samþykkt. Síðan hefur vændi aukist enn á ný í báðum löndum.“ (Kristian Tonning Riise) Þvert á móti virðast lögin hafa stuðlað að auknu óöryggi meðal vændiskvenna. Það er troðið á mannréttindum þeirra með ýmsum hætti. Í Noregi, en þar hefur sænska leiðin einnig verið farin (sem og í Kanada og Norður-Írlandi), gerði „Prosentret“ í Ósló (miðstöð um vændismálefni) árið 2008 rannsókn á 123 vændiskonum. Þær skýra frá meira ofbeldi, en áður hafði komið í ljós. Formaður félagsmálaráðs (Sosialbyråd) í Ósló, Anniken Hauglie, segir: „Í raun hafa lögin gert vændiskonunum erfiðara fyrir. ... Að mínum dómi ber að afnema þau.“ Látum kvenkyns kynlífsþjóna hafa lokaorðið: „Sé þér annt um, að ekki sé litið á okkur sem hluti eða ómenni, bið ég um, að málstaði okkar sé ekki beitt í eigin þágu, hvort heldur sem er í siðferðilegum eða stjórnmálalegum tilgangi. Það er tæpast hægt að hugsa sér meiri skort á mannlegri reisn, en að vera hornreka.“ (Abigail Williams) „Við verðum fyrir meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna. ... löggjöfin vinnur markvisst gegn sjálfsákvörðunarrétti okkar þar sem okkur er neitað um atvinnuréttindi og getum ekki ráðið okkur umboðsmenn. ... Eftir hundrað ár mun fólk hafa megna óbeit á sænska módelinu og talsmönnum þess og líta á það sem þátt í gerræðislegum tilraunum til þess að stjórna viðhorfum samfélagsins ofan frá.“ (Pye Jakobsson í Kvennablaðinu) (Þýðingar aðrar en í Kvennablaðinu eru höfundar.)Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Fyrir réttum tíu árum á 130. löggjafarþinginu árið 2003-2004 þann sautjánda apríl var gengið til atkvæðagreiðslu um breytingar á vændisgrein almennra hegningarlaga. Flutningsmenn frumvarpsins voru Kolbrún Halldórsdóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir ásamt ellefu konum öðrum. Þeim var umhugað um að innleiða sænsku leiðina, þ.e. að banna kaup vændis. Orð sérstakra ráðgjafa, félagsráðgjafans og lögfræðingsins, Gunilla Ekberg, og fyrrverandi aðstoðarforsætis- og jafnréttismála Svíþjóðar, Margareta Winberg, eru þannig túlkuð í greinargerð með frumvarpinu, að „ekki [sé] hægt að skilja á milli vændis, kláms og mansals, því að konurnar sem seldar eru til kynlífsþrælkunar [séu] um leið seldar inn í klámiðnaðinn.“ Boðskapur Gunillu og Margaretu er því: „Kaupendurnir [hafa] val um að kaupa ekki, en staða vændiskvennanna [er] það veik að þær [eiga] ekki val.“ Kolbrún Halldórsdóttir dregur þó ofurlítið í land: „Það er undantekning ef einstaklingur velur sér að stunda vændi.“ Síðar fullyrðir hún; „að í landi þar sem jafnrétti ríkir, þar er ekki stundað vændi.“ Hrifning ýmissa íslenskra kvenréttinda- og kvenfrelsunarsamtaka af sænsku leiðinni er svo orðuð; „[S]víar [hafa] sýnt þor og einbeittan vilja til að breyta lögum sínum svo draga mætti sem mest úr ofbeldi gegn konum og öðru kynbundnu misrétti.“ „Kynbundið misrétti“ virðist hér notað í merkingunni „karlbundið“ misrétti, þ.e. misrétti, sem karlar beita konur. Í greinargerðinni með frumvarpinu er ennfremur dregin ályktun af ótali rannsókna á vændiskonum: „Ótal kannanir sýna einnig að konur sem selja líkama sinn hafa að stórum hluta verið beittar kynferðisofbeldi í æsku og hafa því alla tíð staðið höllum fæti í lífinu.“ Ennfremur: „Afleiðingar vændis eða sölu hvers kyns kynlífsþjónustu eru iðulega mjög svipaðar og hjá öðrum þolendum kynferðisofbeldis, þ.e. brotin sjálfsmynd, sjálfsfyrirlitning, þunglyndi, sjálfsvígsþankar og tilraunir til sjálfsvíga.“ Í umgetinni greinargerð er einnig fullyrt: „Þá er þess einnig að geta að talið er að verslun með konur til kynlífsþrælkunar sé oftast tengd annarri glæpastarfsemi, svo sem eiturlyfjasmygli, peningaþvætti og öðrum ólöglegum athöfnum.“ Það fer vart milli mála, að breytingum á löggjöfinni er beint gegn körlum sérstaklega í þágu veiklundaðra, viljalausra, þrælkaðra kvenna, sem aukin heldur hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi í æsku – af karlmönnum vitaskuld. Grundvallarhugmyndafræði flutningsmanna leynir sér varla. Fyrrnefndar, Margareta og Gunilla, eru annálaðir kvenfrelsarar. Kjarninn í hugmyndafræði þeirra er, að karlar séu illir og sérstaklega illskeyttir gagnvart konum. Staðhæft er, að við samfarir beiti karlar konur ofbeldi yfirleitt og sérstaklega, þegar endurgjald kemur fyrir. Þannig hafi það verið um aldir alda. Þessar skoðanir eiga sér víðar hljómgrunn en í Svíþjóð og á Íslandi. Cecilie Höigård og Liv Finstad, sem rannsökuðu götuvændi í Osló á níunda áratugi síðustu aldar, og háskólaprófessorar báðar tvær, leggja sérstaka áherslu á, að í kaupum kynlífsþjónustu kvenna sé fólgið ofbeldi karla. Skoðum fleiri dæmi af mýmörgum: „Karlar sýna svart hatur sitt gangvart líkama kvenna, þegar þeir notfæra sér kynlífsþjónustu þeirra.“ (Dworkin). „Vændi er keypt nauðgun.“ (Raymond) „Fremur ber að líta á [karlkyns vændiskaupendur] sem ofbeldismenn en viðskiptavini.“ (Raphael og Shapiro) „[Viðskiptavinirnir] eru ekkert annað en slæmir strákar, sem þurfa högg á handarbakið. Þeim er betur lýst sem rándýrum. – [þeir] eru venjulega morðóðir gagnvart konum.“ (Farley) Karlkaupendur ætti að brennimerkja sem kynferðisafbrotamenn og skrá á viðeigandi lista. „[Það er] mikilvægt að skipa karlkyns kynlífskaupendum á bekk með nauðgurum, barnaníðingum og öðru félagslegu úrþvætti.“ (Macleod) „Konur, gerðar að fróunarhulsu (object that men masturbate into) fyrir karlmenn, bíða víðtækt tjón á sálu sinni.“ (Farley) „[V]ændi, klám og kynlífsþrælkun fullnægja lagaskilgreiningu á pyndingum.“ (Farley) „Skoða ber vændi í réttu ljósi - sem einstaklega banvænt ofbeldi karla gegn konum.“ (Farley og Kelly) Sama fjarstæðuofstopa má sjá í áróðri kvenfrelsunarsamtaka, sem helga sig banni á vændi kvenna. Samfylkingin gegn vændisánauð kvenna (Coalition Against Trafficking in Women - CATW) staðhæfir fullum fetum: „Í alls konar vændi felst kúgun kvenna, án tillits til, hvort konan sé fús til þess eða ekki. Vændi hefur áhrif á allar konur, réttlætir sölu sérhverrar konu, og umbreytir henni til jafngildis kynlífs.“ Áróðurssamtök þessi hreykja sér af því, að „hafa endurskilgreint umræðuna um vændi og mansal víða í veröldinni og innan vébanda Sameinuðu þjóðanna.“ Flutningsmenn umræddrar tillögu á Alþingi og skoðanasystur taka undir málflutning hinna útlendu þjáningasystra: „Kaup á kynlífi og kynlífsþjónustu er gróf valdbeiting, kynferðislegt ofbeldi.“ (Þuríður Backman) „Ef við höldum því fram að vændi sé eðlilegur hluti samfélagsins eru við um leið að segja .... að kynferðisleg niðurlæging sé eðlilegur hluti mannlegrar hegðunar. Og við erum að segja að þeir sem leiðast út í vændi standi frammi fyrir vali.“ (Áshildur Bragadóttir) „[V]ændi er í eðli sínu neðanjarðarstarfsgrein vegna þess að hún er þess eðlis að bæði kaupandi og seljandi fyrirverða sig fyrir viðskiptin.“ (Jenny Anna Baldursdóttir) „[Vændi] er oftast sprottið af sárri neyð og jafnvel beinni nauðung. Því er fráleitt að gera þolendurna ábyrga fyrir vændi en rétt að draga til ábyrgðar þá sem nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“ (Ásta R. Jóhannesdóttir) Utanþingsstuðningur við frumvarpið kom frá hinum ýmsu kvennahreyfingum eins og: Bríeti, félagi ungra femínista, Kvennaathvarfinu, Femínistafélagi Íslands, Stígamótum, Kvenfélagasambandi Íslands, Tímaritinu Veru, Kvennakirkjunni, Unifem á Íslandi, Kvennaráðgjöfinni, Félagi kvenna í læknastétt, Kvenréttindafélagi Íslandi, Landssambandi Framsóknarkvenna, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og V-dagssamtökunum.“ Umræða um frumvarpið var harla fátækleg. Úr herbúðum kristinna var þó lyft fingri. Vandað var um við „femínista“: „Ábyrgð femínista á ógæfulegri "lausn" þessara mála getur því orðið margfalt þyngri og hræðilegri en þær hefðu nokkurn tímann ímyndað sér. Það svalar þeim kannski að geta unnið "enn einn sigurinn á körlum," en þetta er skammsýni, kvenna vegna og þjóðfélagsins líka, þ.e. þessi "hálfa leið" sem þær vilja fara í stað þess að banna líka sölu vændis ...“ (Jón Valur Jensson) Magnaðasta innleggið kom þó frá nefnd Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 2006, skipaðri af Kolbrúnu Halldórsdóttir, Jónínu Bjartmarz og Ágústi Ólafi Ágústssyni, sem segja: „Við lítum svo á að vændi sé hluti af kynbundnu ofbeldi karla gegn konum.... Leita þarf leiða til að auka vitund fólks, ekki síst ungra karla, um að það sé óásættanlegt að líta á líkama manneskju sem vöru .... Jafnframt þarf að leggja áherslu á að sjálfsákvörðunarréttur kvenna til kynlífs verði viðurkenndur.“ – „... [F]æra [á] refsiábyrgðina yfir á þann sem velur að kaupa sér afnot af líkama manneskju til að fullnægja kynhvöt eða ofbeldishneigð.“ ... „Það er mikilvægt að þingheimur fái að taka afstöðu til sjálfsákvörðunarréttar kvenna til kynlífs og gegn því að mannslíkaminn gangi kaupum og sölum.“ Rúsínan í pylsuendanum er val sérfróðra ráðgjafa. En þeir eru meðal mestu ofstopakvenfrelsara þjóðarinnar; Guðrún Jónsdóttir og Drífa Snædal. Skýrsluhöfundum verður sem sé ekki skotaskuld úr því að fullyrða samtímis að virða beri sjálfsákvörðunarrétt konu til kynlífs og jafnframt koma í veg fyrir, að hún geti selt það, kæri hún sig um. Svo virðist sem vakað hafi fyrir kvenfrelsarasveit Alþingismanna, m.a. með ofangreinda skýrslu að vopni, að drýgja hliðstæða dáð á Íslandi og CATW drýgði á vígstöðvum SÞ. Allavega segir Kolbrún Halldórsdóttir: „Þetta mál hefur verið eins konar tákn fyrir femíníska stefnu.... Femínistafélagið og femínísk félög hafa ævinlega pressað mjög á þingmenn að samþykkja þetta mál.... femínísk sjónarmið hafi náð yfirhöndinni á Alþingi Íslendinga í tilteknum málum.“ Það er skemmst frá því að segja, að umrætt „frumvarp var samþykkt á Alþingi 17. apríl 2009 með 27 atkvæðum á móti 3 atkvæðum. 16 þingmenn greiddu ekki atkvæði og 17 þingmenn voru fjarstaddir.“ Þá ríkti í landinu minnihlutastjórn Samfylkingar og vinstri grænna með stuðningi Framsóknarflokks. (Sveinbjörg Jónsdóttir) Það er með fullkomnum ólíkindum, að kvenfrelsurum skuli hafa tekist að þvinga umgetið frumvarp gegnum Alþingi Íslendinga. Þrjátíu og þrír þingmenn tóku ekki afstöðu. Hvílíkir amlóðar! Það sætir því varla undrum, að almúginn lýsi megnri vanþóknun á löggjafarsamkundunni. Vonandi mun einhver svipta hulunni af þeim hrossakaupunum, sem hljóta hafa átt sér stað. Það er einnig eftirtektarvert, að já-þingmenn koma úr helstu forsjárhyggjuflokkum þjóðarinnar. Einn þeirra, Samfylkingin, býr við þá sérstöðu, að allir kvenkyns landsfundarfulltrúar hans eru/hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Það kynni að hafa mótað afstöðu flokksins að einhverju leyti. Fyrrum (rakastofu)jafnréttisráðherra Íslendinga, Gunnar Bragi Sveinsson, nú miðframsóknarmaður, lýsir kvenfrelsunarforsjárhyggjunni í þessum orðum: „[A]ð banna vændiskaup en ekki að refsa þeim sem neyðast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnugrein og á ekki að fá að þrífast sem slík.“ Löggjöfinni er augljóslega beint gegn karlmönnum. Hún gerir þann karlpening að glæpamönnum, sem kynlífsþjónustu kaupir. Röksemdir fyrir löggjöfinni eru dæmalaust ruglingslegar og felast að mestu leyti í hugarórum flutningskvenna, skefjalausum áróðri, sem sjaldnast hefur við einhver gild fagleg eða vísindaleg rök að styðjast. Þar blómstra alhæfingar um kynlífsþjóna;, þeir eru taldir sjúkir, þeim er lýst sem börnum, fórnarlömbum misnotkunar karla og annars ofbeldis af þeirra hálfu, bæði í uppvexti og starfi. Um röksemdafærslu íslenskra kvenfrelsara gildir það sama og um þá sænsku: Hún „[á] rætur í þeirri þörf að ráðskast með „afvegaleiddar“ konur; hugakið er sniðið (eða endursniðið) á grundvelli grófkennds hugtakhrærings, alhæfinga. [Einnig] er afneitað sjálfsvilja og sjálfræði þeirra, sem hafa kynlífsþjónustu að lifibrauði.“ (Jay Levy) Skoðum frekar gagnrýni á umrædd bannlög: „[K]ynlífskaupalögin aðgreina ekki á nokkurn hátt vændi, sem fullvaxta fólk stundar af fúsum og frjálsum vilja annars vegar og mansalsvændis hins vegar. Í orðbeljandinni er kynlífsþjónum meinað að tala sínu máli og taka ákvarðanir um eigið líf.“ (Úr opinberri, breskri skýrslu) „Vændiskaupabannlögin eiga við um frjálsa kynlífsþjónustu, sem álitin er skaðvænleg jafnréttissamfélaginu. Kaup kynlífsþjónustu er brot gegn ríkisvaldinu, brot gegn jafnréttishugmyndafræðinni, hinni nýju ríkistrú.“ (Hans Li Engnell) „Sænska leiðin byggir á sjónarmiðum róttæks femínisma þar sem litið er á kynlífsþjónustu sem eina birtingarmynd ofbeldis karla gegn konum. Hún er einnig byggð á þeirri hugmynd að allir kynlífsþjónar séu fórnarlömb. Þetta viðhorf felur í sér afmennskun þeirra sem vinna þessi störf, það er niðrandi í garð kynlífsþjóna og til þess fallið að þagga niður í þeim.“ (Pye Jakobsson í Kvennablaðinu) Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna lagðist yfir rannsóknir, sem unnar voru á árabilinu 1990-2018. Yfirlitsrannsókn þeirra náði til 130 rannsókna í 33 löndum. Niðurstaðan er skýr: „Það er brýnt, að afglæpavæða kynlíf hið bráðasta.“ Það hefur ekki verið sýnt fram á með vísindalega gildum hætti, að kynlífsþjónusta kvenna hafi dregist saman, hvorki hér né í Svíþjóð. „Það er ... vandkvæðum bundið að benda á grunnstef í þróuninni; hefur vændi færst í aukana eða dregist saman? Ótvírætt svar við þeirri spurningu er ekki á okkar valdi.“ (Socialstyrelsen 2008) „[Þ]að er goðsögn að halda því fram, að lög gegn kaupum á kynlífsþjónustu dragi að einhverju marki úr framboði. Bæði í Noregi og Svíþjóð dró um stundarsakir úr götuvændi, eftir að vændiskaupabannlögin voru samþykkt. Síðan hefur vændi aukist enn á ný í báðum löndum.“ (Kristian Tonning Riise) Þvert á móti virðast lögin hafa stuðlað að auknu óöryggi meðal vændiskvenna. Það er troðið á mannréttindum þeirra með ýmsum hætti. Í Noregi, en þar hefur sænska leiðin einnig verið farin (sem og í Kanada og Norður-Írlandi), gerði „Prosentret“ í Ósló (miðstöð um vændismálefni) árið 2008 rannsókn á 123 vændiskonum. Þær skýra frá meira ofbeldi, en áður hafði komið í ljós. Formaður félagsmálaráðs (Sosialbyråd) í Ósló, Anniken Hauglie, segir: „Í raun hafa lögin gert vændiskonunum erfiðara fyrir. ... Að mínum dómi ber að afnema þau.“ Látum kvenkyns kynlífsþjóna hafa lokaorðið: „Sé þér annt um, að ekki sé litið á okkur sem hluti eða ómenni, bið ég um, að málstaði okkar sé ekki beitt í eigin þágu, hvort heldur sem er í siðferðilegum eða stjórnmálalegum tilgangi. Það er tæpast hægt að hugsa sér meiri skort á mannlegri reisn, en að vera hornreka.“ (Abigail Williams) „Við verðum fyrir meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna. ... löggjöfin vinnur markvisst gegn sjálfsákvörðunarrétti okkar þar sem okkur er neitað um atvinnuréttindi og getum ekki ráðið okkur umboðsmenn. ... Eftir hundrað ár mun fólk hafa megna óbeit á sænska módelinu og talsmönnum þess og líta á það sem þátt í gerræðislegum tilraunum til þess að stjórna viðhorfum samfélagsins ofan frá.“ (Pye Jakobsson í Kvennablaðinu) (Þýðingar aðrar en í Kvennablaðinu eru höfundar.)Höfundur er ellilífeyrisþegi
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun