Lemstraðir Lengjubikarmeistarar: Mikil meiðsli hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 12:00 Rúnar er á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hann tók aftur við KR. vísir/bára KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07