Jürgen Klopp vildi ekki mæta Porto í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:00 Jürgen Klopp í leik á móti Porto í Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Simon Stacpoole Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Liverpool spilar í kvöld fyrri leik sinn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherjinn er Porto, óskamótherji fyrir marga í átta liða úrslitunum en þó ekki fyrir knattspyrnustjóra Liverpool. Liverpool sló Porto út úr Meistaradeildinni í fyrra, 5-0 samanlagt, en öll mörk Liverpool komu þá í fyrri leiknum út í Portúgal. Liðin mætast á Anfield í kvöld. „Okkur líður mjög vel þessa stundina. Okkur finnst leikmennirnir okkar vera frábærir og við erum sjóðheitir,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Liverpool liðið komst aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Southampton á föstudagskvöldið.Leikur Liverpool og Porto hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport."We are on fire." Jurgen Klopp has spoken about Liverpool's "incredible development" ahead of their #UCL tie with Porto. Read: https://t.co/TyzuKEAITipic.twitter.com/J4x5zHMYdn — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019Klopp hefur þegar farið með Liverpool í tvo úrslitaleiki í Evrópu og liðið fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þýski stjórinn vonast til að skrifa eitthvað í sögubækur Liverpool á þessu tímabili og er sáttur með þróunina á liðinu á síðustu misserum. „Við höfum reynt að bæta okkur í hverju skrefi á síðustu árum. Strákarnir í liðinu hafa vaxið við hverja áskorun. Evrópudeildarævintýrið var frábært þar til í Basel og Meistaradeildarævintýrið var stókostlegt þar til í Kiev. Það eru miklu fleiri jákvæðar minningar en neikvæðar frá þessum keppnum,“ sagði Klopp. „Þetta þýðir ekkert fyrir kvöldið nema að við höfum meiri reynslu. Við höfum ekki klárað tímabilið og þurftum að gera það af sama krafti,“ sagði Klopp. Porto var óskamótherji í átta liða úrslitunum að mati flestra sem þótti Liverpool heldur betur hafa heppnina með sér í drættinum. „Fólk segir svo margt. Allir vilja fá Porto þangað til að þeir þurfa að spila við Porto. Við vildum ekki fá Porto ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Klopp. „Fólk sem þekkir fótboltann sem Porto spilar vildi ekki fá Porto. Enginn vildi örugglega ekki mæta Liverpool heldur,“ sagði Klopp brosandi.Tomorrow. Back home. #UCLpic.twitter.com/kKEdRwnsYO — Liverpool FC (@LFC) April 8, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira