Erlent

Kasakar kjósa nýjan forseta í júní

Atli Ísleifsson skrifar
Kasym-Zjomart Tokajev tók við embætti forseta Kasakstans til bráðabirgða eftir afsögn Nursultan Nazarbajev.
Kasym-Zjomart Tokajev tók við embætti forseta Kasakstans til bráðabirgða eftir afsögn Nursultan Nazarbajev. EPA/stringer
Kasym-Zjomart Tokajev, bráðabirgðaforseti Kasakstans, hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. Upphaflega stóð til að forsetakosningar færu fram í landinu á næsta ári, en Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstans til nærri þriggja áratuga, tilkynnti óvænt um afsögn sína í síðasta mánuði.

Eftir afsögn Nazarbajev tók Tokajev við embættinu til bráðabirgða, en hann hafði áður gegnt embætti forseta þingsins.

Tokajev greindi frá því í sjónvarpsávarpi í dag að ákvörðunin um forsetakosningar hafi verið tekin í samráði við meðal annars Nazarbajev, eða „elbasy“ (í. landsföðurinn). Stendur til að halda kosningarnar þann 9. júní næstkomandi.

Tokajev sagði það hlutverk sitt sem starfandi þjóðhöfðingi að tryggja að kosningarnar verði opnar, frjálsar og sanngjarnar.

Stjórnarandstæðingar hafa sakað Nazarbajev um að ætla sér að gera gera dóttur sína Dariga Nazarbajeva að næsta forseta landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×