Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gísli er vinsæll sjónvarpsmaður og skemmtikraftur. „Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp. Bílar Tímamót Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
„Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp.
Bílar Tímamót Mest lesið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira