Hátt í 2500 skjálftar á einni viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 14:30 Skjálftahrinan í Öxarfirði hófst síðastliðinn laugardag en síðan þá hafa mælst hátt í 2500 jarðskjálftar á svæðinu. Veðurstofa Íslands Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Dregið hefur verulega úr virkninni síðasta sólahringinn en hrinunni er þó ekki lokið. Íbúar á svæðinu fundu vel fyrir stærsta skjálftanum. Ríkislögreglustjóri í samráði Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti yfir óvissustigi almannavarna á fimmtudaginn vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í Öxarfirði síðastliðinn laugardag. Óvissustig er enn í gildi en verður líklega endurskoðað eftir helgi. „Það hefur dregið verulega úr virkni síðasta sólarhringinn og í morgun þá voru komnir 45 jarðskjálftar síðan um miðnætti en það er mun minna en er búið að vera þegar hrinan var á fullu. Henni er þó ekki lokið ennþá og við bara fylgjumst náið með næstu sólarhringa,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta eru svona um 2400-2500 skjálftar frá því á laugardaginn þegar hrinan byrjaði.“ Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu segir misjafnt eftir svæðum hversu vel skjálftarnir hafa fundist en hún fann vel fyrir stærsta skjálftanum sem var á miðvikudaginn. „Við höfum nánast ekkert orðið vör við skjálftana hér en ég var á fundi hjá Fjallalambi inni á Kópaskeri á miðvikudaginn þegar stóri skjálftinn kom,“ segir Ágústa. „Það hristist allverulega. Það kom fyrst svona lítill eða minni hristingur og eiginlega strax á eftir þessi ægilega stóri. Það bara hristist allt húsið náttúrlega og það svona fór nú svo sem ekkert um mann fyrr en eftir á, þetta er svolítið sérstök upplifun,“ segir Ágústa.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira