Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 19:00 Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10