Segir viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafa gengið vonum framar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 12:13 Þúsundir farþega urðu strandaglópar þegar Wow air fór í þrot á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir að viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air hafi aðallega miðast við að greiða úr upplausnarástandi varðandi farþega og að hún hafi gengið vonum framar. Hann setur stórt spurningarmerki við að stjórnvöld hefðu á einhvern hátt átt að stíga inn í rekstur flugfélagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi félagi Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, í Framsóknarflokknum, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air í vikunni. Ekkert hafi verið gert til að bregðast við gjaldþrotinu efnahagslega, aðeins til að koma farþegum til síns heima. Sigurður Ingi varði aðgerðir ríkisstjórnarinnar í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að misskilnings gætti um eðli viðbragðsáætlunarinnar. Hvað samgönguráðuneytið varðaði hafi hún fyrst og fremst gengið út á bein áhrif á farþega í upphafi. Mikilvægt hafi verið talið að hafa stjórnkerfið tilbúið fyrir slíkt, ekki síst ef þrot félagsins hefði átt sér stað á tíma þegar ferðamannastraumurinn væri stríðari. „Ef menn væru ekki undirbúnir hefði orðið panikástand, líka núna á fimmtudaginn. Af því að við vorum undirbúin , og það var búið að vinna þetta þétt, bæði með öllum stofunum ríkis sem að þessu koma, auðvitað búið að ræða við Icelandair áður en einnig haft samband við önnur flugfélög, þá hefur þetta gengið framar vonum,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillÁkvörðun Icelandair og Indigo styrkti mat ríkisstjórnarinnar Hvað efnahagslegar aðgerðir varðaði sagði ráðherrann að ríkisstjórnin hafi áður metið það svo að flugfélögin væru ekki svo kerfislega mikilvæg að ástæða væri til að ríkið gripi inni í til að bjarga þeim. Fjölmörg önnur félög væru með ferðir til og frá landinu. Vísaði Sigurður Ingi til fordæma erlendis þar sem ríkið hefur stigið inn í rekstur flugfélaga eins og í tilfelli Air Berlin í Þýskalandi. Höggið af gjaldþroti þess félags hafi lent á þýskum skattgreiðendum. Þetta mat ríkisstjórnarinnar að ekki væri rétt að stíga inn í rekstur Wow air hafi styrkst við það tvö félög sem séu góð í flugrekstri, Icelandair og Indigo Partners, hafi skoðað þann möguleika fyrir sig en fallið frá honum. „Þá er stór spurning: á ríkisvaldið sem er ekki gott í flugrekstri að fara inn í svona hluti með þá áhættu sem þar er? Það var mat okkar að gera það ekki og ég held að það skilji það mjög margir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun,“ sagði hann. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samgönguráðherra segir að viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air hafi aðallega miðast við að greiða úr upplausnarástandi varðandi farþega og að hún hafi gengið vonum framar. Hann setur stórt spurningarmerki við að stjórnvöld hefðu á einhvern hátt átt að stíga inn í rekstur flugfélagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi félagi Sigurðar Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, í Framsóknarflokknum, er á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar vegna falls Wow air í vikunni. Ekkert hafi verið gert til að bregðast við gjaldþrotinu efnahagslega, aðeins til að koma farþegum til síns heima. Sigurður Ingi varði aðgerðir ríkisstjórnarinnar í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði að misskilnings gætti um eðli viðbragðsáætlunarinnar. Hvað samgönguráðuneytið varðaði hafi hún fyrst og fremst gengið út á bein áhrif á farþega í upphafi. Mikilvægt hafi verið talið að hafa stjórnkerfið tilbúið fyrir slíkt, ekki síst ef þrot félagsins hefði átt sér stað á tíma þegar ferðamannastraumurinn væri stríðari. „Ef menn væru ekki undirbúnir hefði orðið panikástand, líka núna á fimmtudaginn. Af því að við vorum undirbúin , og það var búið að vinna þetta þétt, bæði með öllum stofunum ríkis sem að þessu koma, auðvitað búið að ræða við Icelandair áður en einnig haft samband við önnur flugfélög, þá hefur þetta gengið framar vonum,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillÁkvörðun Icelandair og Indigo styrkti mat ríkisstjórnarinnar Hvað efnahagslegar aðgerðir varðaði sagði ráðherrann að ríkisstjórnin hafi áður metið það svo að flugfélögin væru ekki svo kerfislega mikilvæg að ástæða væri til að ríkið gripi inni í til að bjarga þeim. Fjölmörg önnur félög væru með ferðir til og frá landinu. Vísaði Sigurður Ingi til fordæma erlendis þar sem ríkið hefur stigið inn í rekstur flugfélaga eins og í tilfelli Air Berlin í Þýskalandi. Höggið af gjaldþroti þess félags hafi lent á þýskum skattgreiðendum. Þetta mat ríkisstjórnarinnar að ekki væri rétt að stíga inn í rekstur Wow air hafi styrkst við það tvö félög sem séu góð í flugrekstri, Icelandair og Indigo Partners, hafi skoðað þann möguleika fyrir sig en fallið frá honum. „Þá er stór spurning: á ríkisvaldið sem er ekki gott í flugrekstri að fara inn í svona hluti með þá áhættu sem þar er? Það var mat okkar að gera það ekki og ég held að það skilji það mjög margir að það hafi verið skynsamleg ákvörðun,“ sagði hann.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Fyrrum stjórnarmaður WOW segir fimm ástæður fyrir gjaldþroti félagsins Ben Baldanza sat í stjórn WOW air frá árinu 2016 til 2018 og segir hann flugfélagið hafa mætt fimm áskorunum sem hafi orðið til þess að félagið hafi farið í gjaldþrot. 30. mars 2019 16:17