Skiptar skoðanir um ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2019 18:15 Sjórinn var í það minnsta ekki mjög hlýr við Breiðamerkursand í gær. Mynd/lovísa birgisdóttir Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Leiðsögumaður, sem gekk í gær fram á ástralskan ferðamann á sundi innan um ísjaka við Breiðamerkursand, segir athæfið glæfralegt og sýna öðrum ferðamönnum á svæðinu slæmt fordæmi. Skiptar skoðanir eru um uppátækið í umræðum í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar en einhverjum þykja áhyggjur leiðsögumannsins óþarfar. Lovísa Birgisdóttir leiðsögumaður birti myndir af manninum, áströlskum ferðamanni, í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær og sagðist þar hafa bent honum á að athæfið væri glæfralegt, þrátt fyrir að hann segðist vera „björgunarsundsmaður“ í heimalandinu. Lovísa ítrekar þetta í samtali við Vísi en hún var með erlendan skólahóp á sínum snærum í fjörunni þegar maðurinn stakk sér til sunds. Hún segir uppátækið slæmt fordæmi fyrir aðra ferðamenn, og að vissu leyti lýsandi fyrir aðstæður á ferðamannastöðum hér á landi. „Ég var þarna með skólahóp sem var búinn að lesa um það hvernig ætti að haga sér, svo kemur maður þarna niður eftir og sér svona fyrir framan sig. Þetta er ekkert skemmtilegt. Svo fórum við til dæmis upp á Seljalandsfoss og þar var keðjan fyrir sem gaf til kynna að svæðið væri lokað. En þau fóru yfir vegna þess að allir aðrir voru að fara yfir.“Fullorðinn maður sem má stunda sjósund Margir lýstu sig þó ósammála Lovísu í athugasemdum við færsluna í Facebook-hópnum og sögðu um að ræða óþarfa aðfinnslur. Þannig benti fólk á að sjósund væri ekki bannað við Íslandsstrendur og að um væri að ræða fullorðinn mann, sem bæri ábyrgð á eigin gjörðum. Aðrir tóku undir með Lovísu og sögðu áhættusamt að synda innan um jakana í öldurótinu. „Það eru margir sem telja sig vita betur og eru ekki alveg á sömu línu. En ég lærði það í leiðsöguskólanum að maður ætti að virða reglur og landið og öryggi farþega sinna,“ segir Lovísa. Hún veit þó ekki til þess að fólki sé meinað að stinga sér til sunds í umræddri fjöru en slíkt er vissulega bannað í Jökulsárlóninu sjálfu. „Fyrir handan í lóninu sjálfu þar eru stór og mikil skilti sem benda fólki á að það sé bannað að fara þarna ofan í og bannað að fara út á ísjakana og ástæðan fyrir því er að lífslíkurnar í vatninu eru bara örfáar mínútur, en samt fer fólk þarna út á ísinn. En þarna hinu megin, eigum við að þurfa að setja upp skilti alls staðar?“ Ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn sækja í ískalt vatnið Lovísa segir aðstæðurnar á Breiðamerkursandi í gær jafnframt hafa gefið tilefni til ítrustu varkárni. „Flæðið var að koma inn og jakarnir voru á mikilli hreyfingu þarna, það hefði ekki þurft nema smá öðruvísi ölduhreyfingar, þá hefði hann haft jakann ofan á tánum á sér. Þó þetta sé einhver „Baywatch-gæi“, það skiptir mig engu máli.“ Ljóst er að fréttir af ferðamönnum sem sækja út í vatnið við Jökulsárlón og svæðið í kring eru ekki nýjar af nálinni. Þannig var fjallað um mál roskinnar konu frá Bandaríkjunum sem flaut út á lónið á ísjaka í lok febrúar. Árið 2015 vakti myndband, sem sýndi ferðamenn á nærbuxunum einum klæða gera að leik sínum að ganga á ísnum í lóninu, mikla athygli. Síðast í fyrra komst svo ungur ferðamaður frá Kanada í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka í lóninu, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira