Borgarstjóri New Orleans biðst afsökunar á voðaverkum árið 1891 Andri Eysteinsson skrifar 31. mars 2019 21:29 LaToya Cantrell tók við embætti borgarstjóra í maí 2018. Getty/Paras Griffin LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira
LaToya Cantrell, borgarstjóri New Orleans í Louisiana ríki, mun biðjast opinberlega afsökunar á voðaverkum borgarbúa árið 1891. Ellefu ítalskir innflytjendur voru þá teknir af lífi, án dóms og laga, af æstum múg. Borgarstjórinn Cantrell mun biðjast afsökunar, fyrir hönd borgarinnar, í menningarsetri ítala í borginni 12. Apríl næstkomandi. Samtök sem kenna sig við reglu sona Ítaliu (Order of the Sons of Italy) höfðu leitast eftir því við borgarstjórann að hún bæðist afsökunar á verknaðinum. BBC hefur það eftir einum reglubræðra að þeir leitist eftir því að fræða ítalsk-ameríska samfélagið um sögu sína en farið er fáum orðum um atburðinn í sögubókum vestra.Ósætti um niðurstöðu kviðdóms Atburðurinn sem um ræðir átti sér, eins og áður sagði, stað vorið 1891. Rekja má málið þó aftur til október 1890 þegar setið var um fyrir lögreglustjóranum David Hennessy og hann myrtur. Á dánarbeðinu kenndi Hennessy ítölskum innflytjendum um árásina. Fjölmennur hópur ítalskættaðra manna hafði skömmu áður flutt til suðurríkjanna til þess að freista þess að taka við þeim störfum sem þrælar höfðu gegnt fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum. Eftir dauða Hennessy, söfnuðu lögregluyfirvöld saman Ítölum bæjarins og voru níu þeirra ákærðir og fóru fyrir dómara. Í mars 1891 voru dómar kveðnir í málum mannanna, sex voru sýknaðir með öllu en í þremur málum komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og voru málin því látin niður falla. Æstur múgurinn í New Orleans sætti sig ekki við niðurstöðuna og réðist að fangelsinu þar sem nímenningarnir dvöldu. Þeir voru því næst dregnir út fyrir múra fangelsisins og þar voru þeir myrtir, án dóms og laga. Alls voru ellefu Ítalir myrtir 14. mars 1891. Fred Gardarphe, prófessor í ítölsk-amerískum fræðum við City University í New York, segir þetta stærstu aftöku, án dóms og laga, sem sögur fara af í Bandaríkjunum. Þó minnti hann á að mögulega hafi aðrir hópar lent verr í æstum múg í sögunni og nefndi hann þar, svarta, frumbyggja og asíska innflytjendur.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Sjá meira