Skipbrot valdhyggjunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun