Kall tímans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Borgarlína er kall tímans. Einkabíllinn er ekki ferðamáti fólks í borgum nútímans. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Það stefnir í óefni. En mikil einföldun er að tala um borgarlínu sem lýtalausa töfralausn. Gagnrýnin er að sama skapi iðulega í upphrópanastíl. Fáir feta meðalveginn og sýna sanngirni og hófsemd í umræðunni. Rétttrúnaður er leiðindaávani stjórnmálamanna þegar rætt er um samgöngur. Hluti Sjálfstæðisfólks vill slá skjaldborg um einkabílinn og lokar augum fyrir mengun bílaumferðar. Samfylkingin má ekki heyra minnst á gatnamót sem geta aukið öryggi vegfarenda án þess að rísa upp á afturlappirnar. Í náinni framtíð verða breytingar á samgöngumynstri. Deilibílar munu ryðja sér til rúms, notkun rafhjóla aukast, orkuskipti verða í samgöngum og frelsi á leigubílamarkaði gæti orðið að veruleika. Þetta gerbreytir myndinni. Samfélagsgerðin breytist og hefur víðtæk áhrif. Fólk mun í ríkari mæli stunda vinnu að heiman. Umræða um styttingu vinnuviku er fyrirferðarmikil. Styttri vinnuvika gefur svigrúm til að dreifa vinnutímanum, svo að við verðum ekki öll á ferðinni á sama tíma. Slíkt gæti haft mikil áhrif á þarfirnar sem borgarlína þarf að mæta. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það er nauðsynlegt. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Því fylgir svifryk og sóun á tíma fólks. Því fylgir aftur aukið hreyfingarleysi og færri samverustundir með vinum og fjölskyldu. Rekstur bíls er dýr. Um er að ræða veigamikinn þátt í heimilisbókhaldinu. Svo mætti áfram telja. Þróun hverfa í borginni skiptir höfuðmáli í þessu samhengi. Hvergi eru fleiri fótgangandi en í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er öll nærþjónusta í göngufæri. Bakarí, verslanir, kaffihús og sundlaug. Hið sama er að gerast í Laugardalnum og víðar. Góð þjónusta nærri heimilum fólks dregur úr umferð. Borgarlínan er einfaldlega þess eðlis að það þarf að líta til margra átta. Um hana þurfa borgarbúar að eiga lifandi samtal. Svo er borgarlína dýr og fjármögnun óljós þótt ríkið boði þátttöku – hver er verðmiðinn? Sérstaklega er þetta mikilvægt í ljósi atburða liðinna mánaða sem vekja upp hughrif um óstjórn í fjármálum borgarinnar. Til er hópur fólks sem vill ekki almenningssamgöngur. En flestir vilja hafa úr kostum að velja. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa svo um hnútana að kostirnir verði fólki ljósir. Þá mun bílum fækka. Nú þarf að fullmóta hugmyndina, kynna kostina án þess að draga fjöður yfir gallana. Þannig fá stjórnmálamennirnir fólkið með sér. Óskað er eftir yfirvegaðri umræðu um málið. Helst áður en ætt er af stað í miklar og dýrar framkvæmdir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Borgarlína er kall tímans. Einkabíllinn er ekki ferðamáti fólks í borgum nútímans. Síðustu ár hefur bílum fjölgað meira en fólki í borginni. Það stefnir í óefni. En mikil einföldun er að tala um borgarlínu sem lýtalausa töfralausn. Gagnrýnin er að sama skapi iðulega í upphrópanastíl. Fáir feta meðalveginn og sýna sanngirni og hófsemd í umræðunni. Rétttrúnaður er leiðindaávani stjórnmálamanna þegar rætt er um samgöngur. Hluti Sjálfstæðisfólks vill slá skjaldborg um einkabílinn og lokar augum fyrir mengun bílaumferðar. Samfylkingin má ekki heyra minnst á gatnamót sem geta aukið öryggi vegfarenda án þess að rísa upp á afturlappirnar. Í náinni framtíð verða breytingar á samgöngumynstri. Deilibílar munu ryðja sér til rúms, notkun rafhjóla aukast, orkuskipti verða í samgöngum og frelsi á leigubílamarkaði gæti orðið að veruleika. Þetta gerbreytir myndinni. Samfélagsgerðin breytist og hefur víðtæk áhrif. Fólk mun í ríkari mæli stunda vinnu að heiman. Umræða um styttingu vinnuviku er fyrirferðarmikil. Styttri vinnuvika gefur svigrúm til að dreifa vinnutímanum, svo að við verðum ekki öll á ferðinni á sama tíma. Slíkt gæti haft mikil áhrif á þarfirnar sem borgarlína þarf að mæta. Spár gera ráð fyrir að höfuðborgarbúum fjölgi um 40 þúsund til ársins 2030. Markmið borgarlínu er að fjölgunin þyngi ekki umferð. Það er nauðsynlegt. Hvergi er meiri bílaumferð í norðlægri borg. Því fylgir svifryk og sóun á tíma fólks. Því fylgir aftur aukið hreyfingarleysi og færri samverustundir með vinum og fjölskyldu. Rekstur bíls er dýr. Um er að ræða veigamikinn þátt í heimilisbókhaldinu. Svo mætti áfram telja. Þróun hverfa í borginni skiptir höfuðmáli í þessu samhengi. Hvergi eru fleiri fótgangandi en í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar er öll nærþjónusta í göngufæri. Bakarí, verslanir, kaffihús og sundlaug. Hið sama er að gerast í Laugardalnum og víðar. Góð þjónusta nærri heimilum fólks dregur úr umferð. Borgarlínan er einfaldlega þess eðlis að það þarf að líta til margra átta. Um hana þurfa borgarbúar að eiga lifandi samtal. Svo er borgarlína dýr og fjármögnun óljós þótt ríkið boði þátttöku – hver er verðmiðinn? Sérstaklega er þetta mikilvægt í ljósi atburða liðinna mánaða sem vekja upp hughrif um óstjórn í fjármálum borgarinnar. Til er hópur fólks sem vill ekki almenningssamgöngur. En flestir vilja hafa úr kostum að velja. Það er hlutverk stjórnmálamanna að búa svo um hnútana að kostirnir verði fólki ljósir. Þá mun bílum fækka. Nú þarf að fullmóta hugmyndina, kynna kostina án þess að draga fjöður yfir gallana. Þannig fá stjórnmálamennirnir fólkið með sér. Óskað er eftir yfirvegaðri umræðu um málið. Helst áður en ætt er af stað í miklar og dýrar framkvæmdir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun