Innlent

Skipulag syðra deiluefni eystra

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Egilsstöðum.
Á Egilsstöðum. Fréttablaðið/Vilhelm
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar.

„Er afstaða bæjarráðs í þá veru að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar,“ segir í bókun sem samþykkt var með tveimur atkvæðum en einn bæjarráðsmaður, Steinar Ingi Þorsteinsson, sat hjá.

Kvað hann mjög mikilvægt að flugsamgöngur milli höfuðborgar og landsbyggðar væru skilvirkar.

„Það er hins vegar ekki hlutverk löggjafarvaldsins að hlutast til um skipulagsvald sveitarfélags með slíkum hætti,“ bókaði Steinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×