Samkeppni leiði til minni vaxtamunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:45 Mikil samþjöppun á íslenskum innlánamarkaði kann að hafa leitt til þess að mun meira bil er á milli innlána og stýrivaxta hérlendis en þekkist á Norðurlöndunum, segir í nýlegri hvítbók um fjármálakerfið. Fréttablaðið/Ernir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að jafnvel þótt nýjum keppinautum takist ekki að hrifsa til sín stóra sneið af innlánamarkaðinum muni aukin samkeppni mögulega auka jaðarkostnað stóru viðskiptabankanna þriggja af innlánum. Aukin samþjöppun á markaðinum eftir að sparisjóðirnir féllu sé stór ástæða þess að vaxtamunur hafi aukist á undanförnum árum. „Bankarnir munu sjá harðari heim,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Innan við viku eftir að Auður, ný fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf að bjóða sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga á fjögurra prósenta vöxtum höfðu meira en fimm milljarðar króna safnast á reikningana, samkvæmt heimildum Markaðarins.Þjónusta Auðar, sem tók til starfa á þriðjudag í síðustu viku og býður óbundna reikninga á netinu, miðar við að viðskiptavinir afgreiði sig sjálfir en fái á móti, eins og tekið var fram í tilkynningu frá Auði, umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóði sem eru á bilinu 0,3 til 2,15 prósent. „Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til þess að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Þetta er vísbending um hvert bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur leitt til þess að viðskiptavinir njóti betri kjara,“ var haft eftir Ólöfu Jónsdóttur, forstöðumanni Auðar, í Fréttablaðinu í síðustu viku. Arion banki og Íslandsbanki segjast í svari við fyrirspurn Markaðarins ekki hafa, enn sem komið er, fundið mikið fyrir áhrifum af nýju samkeppninni. Fyrrnefndi bankinn nefnir að nokkuð hafi verið um fyrirspurnir frá viðskiptavinum og einhverjir hafi flutt innistæður sínar. Ekki hafi þó verið mikið um slíkt enda séu innlánseigendur almennt varkárir í eðli sínu. Íslandsbanki bendir jafnframt á að á meðan rekstraraðili Auðar, Kvika banki, sé fyrst og fremst fjárfestingarbanki sé fjárfestingarbankahluti Íslandsbanka lítill í heildarrekstrinum. „Starfsemin er því mjög ólík en ljóst er að töluvert meiri áhætta fylgir fjárfestingarbanka,“ segir í svari Íslandsbanka.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Ásgeir nefnir að samkeppni hafi minnkað á skuldahlið fjármálastofnana eftir að sparisjóðirnir hurfu af sjónarsviðinu þar sem bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – séu nú nær einráðir á innlánamarkaði. Þess má geta að innlán heimila í bankakerfinu námu alls 883 milljörðum króna í lok janúarmánaðar en þau jukust um 76 milljarða króna á síðasta ári. „Þetta hefur verið nokkuð kósí fyrir bankana,“ segir Ásgeir. „Auk þess bjuggu þeir lengi vel við afar góða lausafjárstöðu og þurftu kannski ekkert að vera að teygja sig til þess að ná í innlán en það eru merki um að það sé nú að breytast. Það er meiri lausafjárskortur að gera vart við sig,“ nefnir hann. Ásgeir segir að aukin samkeppni, til að mynda tilraun Kviku banka til þess að gera sig gildandi á innlánamarkaði, muni hafa áhrif á bankana og bætast við þann þrýsting sem þegar er til staðar og felst í minna lausafé í umferð. „Aukin samkeppni er þannig til þess að fallin að hækka jaðarkostnað innlána. Jafnvel þótt það muni ekki fara mikill peningur yfir á sparnaðarreikninga Auðar þá gæti samkeppnin þýtt að bankarnir þurfi að gera meira, svo sem að gefa betri kjör á innlánum, til þess að halda sínum viðskiptavinum. Áhrifin gætu birst í minni vaxtamun,“ nefnir Ásgeir. Í nýlegri hvítbók um fjármálakerfið var tekið fram að mikil samþjöppun á íslenskum innlánamarkaði kynni að hafa leitt til þess að mun meira bil væri á milli innlána og stýrivaxta hér á landi en þekktist á Norðurlöndum. Þannig virtist sem vaxtamunurinn kynni almennt að hvíla meira á innlánseigendum heldur en lántakendum.Fylgjast vel með samkeppninni Landsbankinn segist í svari við fyrirspurn Markaðarins fylgjast vel með samkeppni, úr hvaða átt sem hún komi. Bankinn bjóði viðskiptavinum betri kjör þegar um sé að ræða bundin innlán sem viðskiptavinir nýti almennt fremur til sparnaðar en óbundin innlán. Sem dæmi um slík kjör bjóði bankinn 3,85 prósent vexti á fastvaxtareikningum ef viðskiptavinurinn er tilbúinn til þess að binda að lágmarki 500 þúsund krónur í þrjá mánuði. Vextirnir séu 4,2 prósent ef innistæðan er bundin í tólf mánuði og þá séu hæstu vextir á bundnum innlánum nú allt að 5,5 prósent. Þá leggi bankinn áherslu á alhliða fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini en í því felist „mun meira en að bjóða aðeins eina tegund innlánsreikninga fyrir einstaklinga og litla eða enga aðra þjónustu“. Arion banki bendir á að viðskiptavinir bankans hafi um langt skeið átt þess kost að fá sambærilega vexti og eru á reikningum Auðar gegn bindingu til skamms tíma. Til dæmis séu vextir á reikningi með þriggja mánaða skammtímabindingu 3,9 prósent og ekki sé gerð krafa um lágmarksinnlögn, ólíkt reikningum Auðar. „Almennt er þjónustustigið mjög ólíkt,“ segir í svari bankans, „en Arion banki býður upp á öflugan netbanka og app, þar sem hægt er að framkvæma fjölda aðgerða hvenær og hvar sem er, og svo auðvitað þjónustuver og net útibúa og hraðbanka um land allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samkeppnismál Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að jafnvel þótt nýjum keppinautum takist ekki að hrifsa til sín stóra sneið af innlánamarkaðinum muni aukin samkeppni mögulega auka jaðarkostnað stóru viðskiptabankanna þriggja af innlánum. Aukin samþjöppun á markaðinum eftir að sparisjóðirnir féllu sé stór ástæða þess að vaxtamunur hafi aukist á undanförnum árum. „Bankarnir munu sjá harðari heim,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Innan við viku eftir að Auður, ný fjármálaþjónusta Kviku banka, hóf að bjóða sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga á fjögurra prósenta vöxtum höfðu meira en fimm milljarðar króna safnast á reikningana, samkvæmt heimildum Markaðarins.Þjónusta Auðar, sem tók til starfa á þriðjudag í síðustu viku og býður óbundna reikninga á netinu, miðar við að viðskiptavinir afgreiði sig sjálfir en fái á móti, eins og tekið var fram í tilkynningu frá Auði, umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóði sem eru á bilinu 0,3 til 2,15 prósent. „Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til þess að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Þetta er vísbending um hvert bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur leitt til þess að viðskiptavinir njóti betri kjara,“ var haft eftir Ólöfu Jónsdóttur, forstöðumanni Auðar, í Fréttablaðinu í síðustu viku. Arion banki og Íslandsbanki segjast í svari við fyrirspurn Markaðarins ekki hafa, enn sem komið er, fundið mikið fyrir áhrifum af nýju samkeppninni. Fyrrnefndi bankinn nefnir að nokkuð hafi verið um fyrirspurnir frá viðskiptavinum og einhverjir hafi flutt innistæður sínar. Ekki hafi þó verið mikið um slíkt enda séu innlánseigendur almennt varkárir í eðli sínu. Íslandsbanki bendir jafnframt á að á meðan rekstraraðili Auðar, Kvika banki, sé fyrst og fremst fjárfestingarbanki sé fjárfestingarbankahluti Íslandsbanka lítill í heildarrekstrinum. „Starfsemin er því mjög ólík en ljóst er að töluvert meiri áhætta fylgir fjárfestingarbanka,“ segir í svari Íslandsbanka.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Ásgeir nefnir að samkeppni hafi minnkað á skuldahlið fjármálastofnana eftir að sparisjóðirnir hurfu af sjónarsviðinu þar sem bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – séu nú nær einráðir á innlánamarkaði. Þess má geta að innlán heimila í bankakerfinu námu alls 883 milljörðum króna í lok janúarmánaðar en þau jukust um 76 milljarða króna á síðasta ári. „Þetta hefur verið nokkuð kósí fyrir bankana,“ segir Ásgeir. „Auk þess bjuggu þeir lengi vel við afar góða lausafjárstöðu og þurftu kannski ekkert að vera að teygja sig til þess að ná í innlán en það eru merki um að það sé nú að breytast. Það er meiri lausafjárskortur að gera vart við sig,“ nefnir hann. Ásgeir segir að aukin samkeppni, til að mynda tilraun Kviku banka til þess að gera sig gildandi á innlánamarkaði, muni hafa áhrif á bankana og bætast við þann þrýsting sem þegar er til staðar og felst í minna lausafé í umferð. „Aukin samkeppni er þannig til þess að fallin að hækka jaðarkostnað innlána. Jafnvel þótt það muni ekki fara mikill peningur yfir á sparnaðarreikninga Auðar þá gæti samkeppnin þýtt að bankarnir þurfi að gera meira, svo sem að gefa betri kjör á innlánum, til þess að halda sínum viðskiptavinum. Áhrifin gætu birst í minni vaxtamun,“ nefnir Ásgeir. Í nýlegri hvítbók um fjármálakerfið var tekið fram að mikil samþjöppun á íslenskum innlánamarkaði kynni að hafa leitt til þess að mun meira bil væri á milli innlána og stýrivaxta hér á landi en þekktist á Norðurlöndum. Þannig virtist sem vaxtamunurinn kynni almennt að hvíla meira á innlánseigendum heldur en lántakendum.Fylgjast vel með samkeppninni Landsbankinn segist í svari við fyrirspurn Markaðarins fylgjast vel með samkeppni, úr hvaða átt sem hún komi. Bankinn bjóði viðskiptavinum betri kjör þegar um sé að ræða bundin innlán sem viðskiptavinir nýti almennt fremur til sparnaðar en óbundin innlán. Sem dæmi um slík kjör bjóði bankinn 3,85 prósent vexti á fastvaxtareikningum ef viðskiptavinurinn er tilbúinn til þess að binda að lágmarki 500 þúsund krónur í þrjá mánuði. Vextirnir séu 4,2 prósent ef innistæðan er bundin í tólf mánuði og þá séu hæstu vextir á bundnum innlánum nú allt að 5,5 prósent. Þá leggi bankinn áherslu á alhliða fjármálaþjónustu fyrir viðskiptavini en í því felist „mun meira en að bjóða aðeins eina tegund innlánsreikninga fyrir einstaklinga og litla eða enga aðra þjónustu“. Arion banki bendir á að viðskiptavinir bankans hafi um langt skeið átt þess kost að fá sambærilega vexti og eru á reikningum Auðar gegn bindingu til skamms tíma. Til dæmis séu vextir á reikningi með þriggja mánaða skammtímabindingu 3,9 prósent og ekki sé gerð krafa um lágmarksinnlögn, ólíkt reikningum Auðar. „Almennt er þjónustustigið mjög ólíkt,“ segir í svari bankans, „en Arion banki býður upp á öflugan netbanka og app, þar sem hægt er að framkvæma fjölda aðgerða hvenær og hvar sem er, og svo auðvitað þjónustuver og net útibúa og hraðbanka um land allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samkeppnismál Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira