WOW air falast eftir ríkisábyrgð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Fréttablaðið/Ernir Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Forsvarsmenn WOW air viðruðu um liðna helgi hugmyndir um að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til þess að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma, samkvæmt heimildum Markaðarins. Rætt hefur verið óformlega um hugmyndir flugfélagsins en afar ósennilegt er talið að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Mikil óvissa ríkir um framgang viðræðna WOW air og Indigo Partners, hins bandaríska fjárfestingafélags Bill Frankes, og eru horfur á að kaup Indigo í íslenska félaginu nái fram að ganga sagðar tvísýnni nú en áður. Eru stjórnvöld vel upplýst um gang mála. Heimildir Markaðarins herma jafnframt að óformlegar þreifingar hafi verið á milli fulltrúa WOW air og Icelandair Group undanfarna daga um aðkomu síðarnefnda félagsins að því fyrrnefnda. Eins og fram hefur komið leitaði Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, til forsvarsmanna Icelandair Group í lok síðasta mánaðar en stjórn Icelandair Group ákvað þá að ganga ekki til viðræðna við lággjaldaflugfélagið að sinni.Skúli Mogensen, eigandi WOW air.Fréttablaðið/VilhelmLjóst er að fjárhagsstaða WOW air er afar þröng um þessar mundir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem stjórnvöld hafa fengið um stöðu WOW air er félagið þó sagt vera með nægt lausafé til þess að standa við skuldbindingar sínar og halda rekstrinum gangandi fram yfir næstu mánaðamót. Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 7,9 milljarða króna, í útboði flugfélagsins síðasta haust, þurfa sem kunnugt er að fallast á nýja skilmála, sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW air frest til 29. apríl til þess að ná samkomulagi við Indigo Partners. Bandaríska félagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að leggja WOW air til allt að 90 milljónir dala, jafnvirði um 10,5 milljarða króna. Þá herma heimildir Markaðarins að WOW air hafi undanfarið þurft, vegna skilmála sem Isavia hefur sett flugfélaginu, að hafa ávallt eina flugvél úr flota félagsins tiltæka á Keflavíkurflugvelli. Er fyrirkomulagið komið til sem trygging vegna skulda WOW air við Isavia. Þannig getur Isavia kyrrsett umrædda vél ef WOW air lendir í greiðsluerfiðleikum og getur þá eigandi vélarinnar ekki leyst hana til sín fyrr en skuldirnar hafa verið gerðar upp, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Isavia vildi ekki tjá sig um málefni einstakra viðskiptavina þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira