Ráðherra lítur fjarvistir grunnskólabarna vegna ferðalaga alvarlegum augum Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 08:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Velferðarvaktarinnar um skólasókn í grunnskólum verður tekin til umfjöllunar í stýrihóp Stjórnarráðsins í málefnum barna. Könnunin bendir til þess að um þúsund grunnskólanemendur á Íslandi glími við skólaforðun, eða 2,2% nemenda. Könnunin var lögð fyrir skólastjóra í 172 grunnskólum landsins nú í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í henni fagnar Lilja Alfreðsdóttir ráðherra þeim áhuga og umræðu sem nú er um skólamál hér á landi og inntaki þeirra tillagna Velferðarvaktarinnar sem fylgja niðurstöðunum. „Markmið okkar er að styðja sem best við skólasamfélagið og þar viljum við að öllum líði vel og nái árangri. Sú áhersla er meðal annars eitt leiðarstefja nýrrar menntastefnu sem nú er í mótun – árangur nemenda grundvallast á áhuga þeirra og vellíðan. Skólaforðun þarf að nálgast úr ólíkum áttum og vinna gegn henni í nánu samstarfi við skólasamfélagið, sveitarfélögin og önnur ráðuneyti. Þar er vilji til góðra verka, enda hefur þessi ríkisstjórn sett velferðarmál barna og ungmenna í forgang,“ er haft eftir Lilju í tilkynningunni.Telja heimildir foreldra of rúmar Niðurstöður könnunarinnar sem kynntar voru nýverið benda einnig til þess að leyfisóskum foreldra vegna grunnskólanema hér á landi hafi fjölgað umtalsvert en rúmur helmingur skólastjórnenda svarar því til að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Þá kemur fram að meirihluti skólastjórnenda líti svo á að heimildir foreldrar til að fá leyfi fyrir börn sín séu of rúmar. „Ég lít það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda líkt og könnunin gefur vísbendingar um. Að mínu mati þurfum við að ræða þessa þróun og samfélagið í heild sinni þarf að taka hana til sín. Við þurfum ákveðna viðhorfsbreytingu gagnvart mikilvægu hlutverki skólanna og hvernig við sem samfélag metum menntun og störf kennara að verðleikum. Þar skiptir góð skólamenning lykilmáli og að gott samstarf, traust og virðing sé milli heimila og skólasamfélagsins,“ er haft eftir ráðherra. Leyfi frá skólavist eiga að heyra til undantekninga Þegar er hafin vinna innan ráðuneytisins við að skoða kafla aðalnámsskrár grunnskóla þar sem fjallað er um undanþágur frá skólavist. Hér á landi er skólaskylda í grunnskólum sem hefur í för með sér að allar fjarvistir frá námi eru undanþágur. Skólastjórnendur setja sínar reglur með hliðsjón af því, frí og ferðalög sem kalla á leyfi frá skólavist eiga að heyra til undantekninga og þá er mikilvægt að náminu sé einnig sinnt af ábyrgð þegar barnið er tekið úr skóla. „Við höfum til skoðunar í ráðuneytinu hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að mæta þeirri ósk skólastjórnenda að stjórnvöld setji skýrari viðmið um undanþágur frá skólasókn og skyldunámi. Þar horfum við til dæmis til nágrannalanda okkar þar sem slík viðmið eru í mörgu tilfellum strangari en hér,“ segir mennta- og menningarmálaráðherra. „Markmiðið er að nemendur nái árangri í sínu námi. Samfélagsgerð okkar er flóknari en áður og það gerir kröfu á okkur öll um sveigjanleika og lausnir en þær verða alltaf að vera með hagsmuni nemendanna að leiðarljósi.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Niðurstöður könnunar Velferðarvaktarinnar um skólasókn í grunnskólum verður tekin til umfjöllunar í stýrihóp Stjórnarráðsins í málefnum barna. Könnunin bendir til þess að um þúsund grunnskólanemendur á Íslandi glími við skólaforðun, eða 2,2% nemenda. Könnunin var lögð fyrir skólastjóra í 172 grunnskólum landsins nú í janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í henni fagnar Lilja Alfreðsdóttir ráðherra þeim áhuga og umræðu sem nú er um skólamál hér á landi og inntaki þeirra tillagna Velferðarvaktarinnar sem fylgja niðurstöðunum. „Markmið okkar er að styðja sem best við skólasamfélagið og þar viljum við að öllum líði vel og nái árangri. Sú áhersla er meðal annars eitt leiðarstefja nýrrar menntastefnu sem nú er í mótun – árangur nemenda grundvallast á áhuga þeirra og vellíðan. Skólaforðun þarf að nálgast úr ólíkum áttum og vinna gegn henni í nánu samstarfi við skólasamfélagið, sveitarfélögin og önnur ráðuneyti. Þar er vilji til góðra verka, enda hefur þessi ríkisstjórn sett velferðarmál barna og ungmenna í forgang,“ er haft eftir Lilju í tilkynningunni.Telja heimildir foreldra of rúmar Niðurstöður könnunarinnar sem kynntar voru nýverið benda einnig til þess að leyfisóskum foreldra vegna grunnskólanema hér á landi hafi fjölgað umtalsvert en rúmur helmingur skólastjórnenda svarar því til að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Þá kemur fram að meirihluti skólastjórnenda líti svo á að heimildir foreldrar til að fá leyfi fyrir börn sín séu of rúmar. „Ég lít það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda líkt og könnunin gefur vísbendingar um. Að mínu mati þurfum við að ræða þessa þróun og samfélagið í heild sinni þarf að taka hana til sín. Við þurfum ákveðna viðhorfsbreytingu gagnvart mikilvægu hlutverki skólanna og hvernig við sem samfélag metum menntun og störf kennara að verðleikum. Þar skiptir góð skólamenning lykilmáli og að gott samstarf, traust og virðing sé milli heimila og skólasamfélagsins,“ er haft eftir ráðherra. Leyfi frá skólavist eiga að heyra til undantekninga Þegar er hafin vinna innan ráðuneytisins við að skoða kafla aðalnámsskrár grunnskóla þar sem fjallað er um undanþágur frá skólavist. Hér á landi er skólaskylda í grunnskólum sem hefur í för með sér að allar fjarvistir frá námi eru undanþágur. Skólastjórnendur setja sínar reglur með hliðsjón af því, frí og ferðalög sem kalla á leyfi frá skólavist eiga að heyra til undantekninga og þá er mikilvægt að náminu sé einnig sinnt af ábyrgð þegar barnið er tekið úr skóla. „Við höfum til skoðunar í ráðuneytinu hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að mæta þeirri ósk skólastjórnenda að stjórnvöld setji skýrari viðmið um undanþágur frá skólasókn og skyldunámi. Þar horfum við til dæmis til nágrannalanda okkar þar sem slík viðmið eru í mörgu tilfellum strangari en hér,“ segir mennta- og menningarmálaráðherra. „Markmiðið er að nemendur nái árangri í sínu námi. Samfélagsgerð okkar er flóknari en áður og það gerir kröfu á okkur öll um sveigjanleika og lausnir en þær verða alltaf að vera með hagsmuni nemendanna að leiðarljósi.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira