Segir lobbíista eldismanna hamast á löggjafarvaldinu Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2019 12:46 Jón Kaldal telur litla von til þess að væntanleg lög um fiskeldi fái faglega afgreiðslu á Alþingi, hagsmunagæslufólk eldisfyrirtækja sjái til þess. Nordicphotos/Getty Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur þá sem tala fyrir auknu sjókvíaeldi hér við land skauta fram hjá stærstu spurningunni sem brennur á þeim sem vilja vernda íslenska laxastofninn. „Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.Dagskrá kynningarfundarins umrædda sem fram fer á morgun.„Athyglisvert er að engum fulltrúa Hafrannsóknastofnunar er boðið til þessa viðburðar. Þau sem sitja fyrir svörum eru öll á vegum sjókvíaeldisins með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal er Þorleifur Ágústsson sem tók þátt í að skipuleggja för atvinnuveganefndar Alþingis til Noregs á dögunum.“Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi. „Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.Jón Kaldal segir að skautað sé hjá því markvisst og meðvitað að Norðmenn noti ekki laxastofna frá öðrum löndum í sitt eldi en hér sé það varla rætt.Án þess að ræða þá staðreynd er umræða um norska áhættumatið vita tilgangslaus. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á þetta bann en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn. „(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.“ Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur þá sem tala fyrir auknu sjókvíaeldi hér við land skauta fram hjá stærstu spurningunni sem brennur á þeim sem vilja vernda íslenska laxastofninn. „Í Noregi er lagt blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi. Hér við land er hins vegar norskur eldislax í kvíunum, sem eykur mjög þá ógn sem villtum laxastofnum stafar af sleppifiski,“ segir Jón í samtali við Vísi.Segir skautað markvisst hjá lykilspurningunni Jón segir jafnframt að hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna tjaldi nú öllu til í þrýstingi sínum á Hafrannsóknastofnun og löggjafarvaldið. Hann bendir á fund sem boðað hefur verið til á morgun, segir þar nokkra af helstu almannatengslastofum landsins ásamt lögmannsstofunni Lex starfa fyrir iðnaðinn, efna til kynningar fyrir fjölmiðla. Jón vill reyndar hafa orðið „kynning“ innan gæsalappa en þar standi til að fjalla um áhættumat Hafrannsóknastofnunar, sem er þeim mikill þyrnir í augum.Dagskrá kynningarfundarins umrædda sem fram fer á morgun.„Athyglisvert er að engum fulltrúa Hafrannsóknastofnunar er boðið til þessa viðburðar. Þau sem sitja fyrir svörum eru öll á vegum sjókvíaeldisins með einum eða öðrum hætti. Þar á meðal er Þorleifur Ágústsson sem tók þátt í að skipuleggja för atvinnuveganefndar Alþingis til Noregs á dögunum.“Laxastofnar annarra landa bannaðir í Noregi Jón segir að meðal umræðuefnis fundarins eigi að vera áhættumatið sem norsk yfirvöld styðjast við í umgjörðinni um sjókvíaeldi. „Verður fróðlegt að heyra hvernig þessi fundur ætlar að komast fram hjá því að í Noregi er notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi bannað.Jón Kaldal segir að skautað sé hjá því markvisst og meðvitað að Norðmenn noti ekki laxastofna frá öðrum löndum í sitt eldi en hér sé það varla rætt.Án þess að ræða þá staðreynd er umræða um norska áhættumatið vita tilgangslaus. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á þetta bann en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn. „(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.“ Jón Kaldal segir að á sama tíma og þeir stjórnmálamenn sem mest tali um að hér þurfi að taka upp ströngustu staðla sem gilda um sjókvíaeldi í Noregi láti þeir eins og þessi staðreynd sé ekki til staðar. Jón segir að vænta megi sameiginlegrar yfirlýsingar verndunarsinna vegna þessa.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41 Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Andstæðingar sjókvíaeldis boða átök Mikil ólga í röðum umhverfisverndarsinna vegna reisu atvinnuveganefndar til Noregs. 8. mars 2019 14:41
Óumdeilt að fiskur sleppur úr sjókvíum Kröfum náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga hafnað í tveimur málum sem varða samtals 1.700 tonna seiðaeldi í kerum á landi á Árskógssandi og í Þorlákshöfn. 27. febrúar 2019 07:41
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13