Velkomin í okurland! Helga Vala Helgadóttir skrifar 21. mars 2019 07:30 Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra.
Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun