Þjóðarsorg eftir mannskætt ofviðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. mars 2019 07:15 Hjálparstarfsfólk fylgir íbúum í skjól á flugvelli í Beira. Nordicphotos/AFP Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra. Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mósambík Tala látinna í Mósambík, Simbabve og Malaví hækkar enn eftir að hitabeltislægðin Idai gekk á land síðasta fimmtudag. Staðan þykir verst í Mósambík, þar sem stormurinn gekk á land, en stjórnvöld greindu í gær frá því að rúmlega 200 dauðsföll hefðu nú verið staðfest. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu frá því að alls hefði stormurinn bitnað á rúmlega 2,6 milljónum íbúa á svæðinu. Helsta hættan stafar nú af flóðum en vindur olli einnig töluverðu tjóni. Mældist 47 metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land. Samkvæmt Rauða krossinum gengur enn erfiðlega að komast að íbúum í neyð enda vegir stórskemmdir og heilu þorpin á floti. Talið er að 400.000 hið minnsta hafi misst heimili sín í hamförunum. „Þetta er versta neyðarástand í sögu Mósambík,“ sagði Jamie LeSueur, sem stýrir björgunarverkefni Rauða krossins í hafnarborginni Beira, við Reuters. Borgin varð einna verst úti í storminum og flóðvatn víða margir metrar á dýpt. Þá sagði LeSueur enn fremur að líklega myndi tala látinna hækka.Byggð í úthverfi Beira úr lofti. Ástandið er afar slæmt, hundruð hafa farist og flóðin eru mikil.Nordicphotos/AFPBlaðamaður BBC í Beira sagði frá því að íbúar í Beira væru án matar, skjóls og klæða. Neyðin væri því mikil en í ljósi aðstæðna berst hún seint og illa. „Ég hef ekkert. Ég hef misst allt. Við höfum engan mat. Ég er ekki einu sinni með teppi. Við þurfum hjálp,“ hafði blaðamaðurinn eftir konu í bænum Manhava. Búist er við frekara votviðri og er því enn hætta á meira tjóni. Samkvæmt sama miðli eru uppi spurningar um hvort stjórnvöld í Mósambík hefðu átt að vera betur undirbúin fyrir hamfarir sem þessar. Árið 2000 fórust hundruð í miklum flóðum og þrátt fyrir þá reynslu finnist mörgum stjórnvöld ekki hafa lært nóg til að takast á við næstu hamfarir. Filipe Nyusi forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Mósambík. En víðar er syrgt. Í Simbabve stendur opinber tala látinna í 98 en hundraða er enn saknað. Africa News greindi frá því að Tansanía hefði styrkt Mósambík, Simbabve og Malaví vegna hamfaranna og sent 214 tonn af matvælum sem og 24 tonn af lyfjum og öðrum nauðsynlegum heilbrigðisvörum. Þá hafa bæði Suður-Afríka og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sett af stað safnanir í von um að fá almenning til að styðja við hjálparstarf í löndunum þremur. Evrópusambandið hefur aukinheldur styrkt ríkin þrjú um 3,5 milljónir evra.
Malaví Mósambík Simbabve Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira