Innlent

Borgarbúar hafi í hyggju að fara fyrr heim vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Hríðarveður gæti skollið á í borginni síðdegis í dag.
Hríðarveður gæti skollið á í borginni síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm
Búast má við hríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag og ættu borgarbúar að hafa það í hyggju þegar þeir halda úr vinnu. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Bítinu í morgun.

Á milli klukkan 17 og 19 í dag er búist við bakka yfir höfuðborgarsvæðinu og spá veðurfræðingar vindi upp að 19 metrum á sekúndu og snjókomu samhliða honum.

Einar hvatti fólk til að hafa þetta í huga og haga ferðum sínum eftir veðri. Þeir sem höfðu i hyggju að aka yfir Hellisheiðina síðdegis í dag ættu að hafa varann á. Veðrið verður mun verra á heiðinni.

Veðrið í dag verður langverst á Norðaustur- og Austurlandi. Búið er að snjóa óhemju mikið á Austurlandi í morgun og mun bresta á með norðaustan ofsaveðri eftir miðjan dag. Er spáð 25 til 28 metrum á sekúndu og sagði Einar að það ætti ekki nokkur að hugsa sig um að fara út úr húsi á meðan veðrið gengur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×