Þrír menn dæmdir í fangelsi fyrir að streyma enska boltanum ólöglega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Clive Brunskill Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp. Bretland Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Þrír breskir menn eru á leiðinni í fangelsi eftir að þeir voru fundnir sekir um að selja aðgang að ólöglegu streymi á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Mennirnir heita Steven King, Paul Rolston og Daniel Malon og fengu þeir samtals sautján ára dóm. Þetta eru margir af hörðustu dómum sem hafa fallið fyrir að stela og dreifa sjónvarpsefni á netinu. Talið er að þessir þrír hafi grætt meira en fimm milljónir punda á sölu sinni á þessu stolna efni en þeir seldu krám og einstaklingum aðgang að leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Fimm milljónir punda eru um 780 milljónir í íslenskum krónum.Three men have been jailed over the sale of illegal Premier League streams. Full story here https://t.co/OnbpCGGQq8pic.twitter.com/Rwabo9irRS — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Mennirnir voru allir fundnir sekir eftir fjögurra vikna málaferli í Warwick Crown dómstólnum. Dómarinn dæmdi þá í lengra fangelsi fyrir það eitt að hafa reynt markvisst að koma í veg fyrir rannsókn á ólöglegri starfsemi þeirra. Hinn 51 árs gamli Steven King var dæmdur í sjö ára og fjögurra mánaða fangesli. Hinn 54 ára gamli Paul Rolston var dæmdur í sex ára og fjögurra mánaða fangelsi. Hinn 42 ára gamli Daniel Malone fékk þriggja ára og þriggja mánaða fangelsisdóm. Efninu var dreift undir merkjum Dreambox (unincorporated), Dreambox TV Limited og Digital Switchover Limited.#PL Three men selling illegal #PremierLeague streams jailed for fraudhttps://t.co/2NylmE93VW — Express Sports (@IExpressSports) March 21, 2019Þetta er vissulega tímamótadómur og sýnir að baráttan gegn stolnu sjónvarpsefni og ólöglegu niðurhali í Bretlandi er komin upp á næsta stig. „Skilaboðin eru skýr. Þú ferð í fangelsi ef þú fremur glæpi sem þessa,“ sagði Kieron Sharp, framkvæmdastjóri Fact, sem eru samtök sem berjast gegn ólöglegu niðurhali í Bretlandi. Hann var þarna í viðtali í þættinum Newsbeat á Radio 1. „Þetta snýst um að borga fyrir efni sem við njótum öll að horfa á og viljum öll horfa á. Fótboltinn er á þessum stað í dag vegna þeirra peninga sem hafa verið settir í þessa vöru á síðustu árum. Ef menn fá ekki peninga til baka frá þeim sem horfa þá munum við ekki fá að horfa á fótboltann eða aðra viðburði í framtíðinni,“ sagði Sharp.
Bretland Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira