Íslensk þróunarsamvinna: Vatnsból fyrir hálfa milljón íbúa Heimsljós kynnir 22. mars 2019 12:15 Ljósmynd frá Malaví gunnisal Íslensk stjórnvöld hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu komið upp vatnsbólum fyrir hálfa milljón íbúa í Afríkuríkjum. „Vatn er undirstaða alls lífs og ekkert bætir líf fátæks fólks meira en greiður aðgangur að hreinu vatni. Við leggjum kapp á að koma upp vatnspóstum í grennd við heimili íbúa í samstarfshéruðum okkar því við vitum að hreint vatn bætir stórkostlega heilsu íbúanna og dregur úr óþarfa tímaeyðslu við vatnsburð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins í dag, 22. mars. Af samstarfslöndum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa flestir fengið hreint neysluvatn í Malaví, eða um 350 þúsund manns í Mangochi héraði. Í Úganda hefur verið komið upp vatnsveitum fyrir um það 90 þúsund íbúa Kalangala og Buikwe héruðum, að meðtöldum smærri vatnsverkefnum við Kyogo og Albertsvatn. Ennfremur hafa um 60 þúsund íbúar héraða í Sambesíufylki í Mósamík fengið hreint vatn fyrir tilstuðlan Íslendinga gegnum samstarf við UNICEF. Þá eru ótaldir nokkuð hundruð frumbyggjar af Ovahimba ættbálki í norðurhluta Namibíu sem fengu tæplega 40 vatnsból á sínum tíma.Hvarvetna þar sem Íslendingar reisa vatnsveitur í samstarfshéruðum er kappkostað að tryggja gæði vatnsins og miðað er við að íbúar þurfi ekki að ganga meira en hálfan kílómetra eftir vatni. Áður fóru heilu og hálfu dagarnir í erfiðan og slítandi vatnsburð sem einkum bitnaði á konum og stúlkum. Þær gátu þá ekki sinnt öðrum störfum eða námi á sama tíma. Aðgengi að hreinu vatni er þó fyrst og heilbrigðismál því mengað vatn veldur ýmsum sjúkdómum, sumum alvarlegum, eins og iðrakreppu og kóleru. „Ég heyrði þau ánægjulegu tíðindi nokkrum sinnum í heimsókn minni til Malaví fyrr á árinu að kólera hafi ekki komið upp í Mangochi héraði síðustu þrjú árin. Fjárfestingar í vatnsbólum eru því mikilvægt framfaraskref fyrir þessi samfélög,“ segir Guðlaugur Þór. Á næstunni bætast við tugþúsundir manna sem fá hreint drykkjarvatn fyrir íslenskt þróunarfé. Í nýju samstarfsverkefni Íslendinga í vesturhluta Afríku, Líberíu og Síerra Leone, er áætlað að um 50 þúsund íbúar fái hreint vatn á næstu tveimur árum. Og samkvæmt nýgerðum samningi við UNICEF í Úganda er reiknað með að milli 15 og 20 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan og heimamenn í flóttamannabyggðum í norðurhluta landsins verði komnir með vatnspósta í grennd við heimili sín síðar á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Íslensk stjórnvöld hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu komið upp vatnsbólum fyrir hálfa milljón íbúa í Afríkuríkjum. „Vatn er undirstaða alls lífs og ekkert bætir líf fátæks fólks meira en greiður aðgangur að hreinu vatni. Við leggjum kapp á að koma upp vatnspóstum í grennd við heimili íbúa í samstarfshéruðum okkar því við vitum að hreint vatn bætir stórkostlega heilsu íbúanna og dregur úr óþarfa tímaeyðslu við vatnsburð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins í dag, 22. mars. Af samstarfslöndum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa flestir fengið hreint neysluvatn í Malaví, eða um 350 þúsund manns í Mangochi héraði. Í Úganda hefur verið komið upp vatnsveitum fyrir um það 90 þúsund íbúa Kalangala og Buikwe héruðum, að meðtöldum smærri vatnsverkefnum við Kyogo og Albertsvatn. Ennfremur hafa um 60 þúsund íbúar héraða í Sambesíufylki í Mósamík fengið hreint vatn fyrir tilstuðlan Íslendinga gegnum samstarf við UNICEF. Þá eru ótaldir nokkuð hundruð frumbyggjar af Ovahimba ættbálki í norðurhluta Namibíu sem fengu tæplega 40 vatnsból á sínum tíma.Hvarvetna þar sem Íslendingar reisa vatnsveitur í samstarfshéruðum er kappkostað að tryggja gæði vatnsins og miðað er við að íbúar þurfi ekki að ganga meira en hálfan kílómetra eftir vatni. Áður fóru heilu og hálfu dagarnir í erfiðan og slítandi vatnsburð sem einkum bitnaði á konum og stúlkum. Þær gátu þá ekki sinnt öðrum störfum eða námi á sama tíma. Aðgengi að hreinu vatni er þó fyrst og heilbrigðismál því mengað vatn veldur ýmsum sjúkdómum, sumum alvarlegum, eins og iðrakreppu og kóleru. „Ég heyrði þau ánægjulegu tíðindi nokkrum sinnum í heimsókn minni til Malaví fyrr á árinu að kólera hafi ekki komið upp í Mangochi héraði síðustu þrjú árin. Fjárfestingar í vatnsbólum eru því mikilvægt framfaraskref fyrir þessi samfélög,“ segir Guðlaugur Þór. Á næstunni bætast við tugþúsundir manna sem fá hreint drykkjarvatn fyrir íslenskt þróunarfé. Í nýju samstarfsverkefni Íslendinga í vesturhluta Afríku, Líberíu og Síerra Leone, er áætlað að um 50 þúsund íbúar fái hreint vatn á næstu tveimur árum. Og samkvæmt nýgerðum samningi við UNICEF í Úganda er reiknað með að milli 15 og 20 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan og heimamenn í flóttamannabyggðum í norðurhluta landsins verði komnir með vatnspósta í grennd við heimili sín síðar á þessu ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent