Deila um 300 milljónir til endurbóta á Óðinstorgi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2019 13:24 Ætlunin er að koma fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira