Saklaus af því að reyna að slasa keppinaut sinn á svellinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:15 Mariah Bell slapp með refsingu en hún er ekki vinsæl í Suður-Kóreu. Getty/Matthew Stockman Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong
Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira