Lífið

Innlit í fyrstu flugstöðina sem einungis er ætluð milljónamæringum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það væru eflaust margir til í það að innrita sig í flug þarna.
Það væru eflaust margir til í það að innrita sig í flug þarna.
Á dögunum var ný flugstöð fyrir þá ríku tekin í notkun á flugvellinum í Los Angeles, LAX, en talað er um að flugstöðin sé aðeins fyrir þetta eina prósent heimsbyggðarinnar sem syndir hreinlega í seðlum.

Þeir ríku og frægu geta aðeins fengið að innrita sig inn í gegnum flugstöðina en þar má finna tólf lúxussvítur fyrir viðskiptavinina og flota af BMW bifreiðum sem fara með farþegana beint að flugvélinni.

Á YouTube-síðu Business Insider má sjá innlit í flugstöðina og horfa má á myndbandið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×