Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 18:43 Eins og svo oft áður tilkynnti Trump um ákvörðun sína á Twitter. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira