Erlent

Gulu vestin bönnuð á Champs-Elysees

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælandi úr röðum Gulu vestanna  fyrir framan Eiffell turninn síðasta laugardag.
Mótmælandi úr röðum Gulu vestanna fyrir framan Eiffell turninn síðasta laugardag. Getty/Kiran Ridley
Franska lögreglan hefur ákveðið að banna mótmælahreyfingunni Gulu-vestunum að ganga um breiðgötuna Champs-Elysees í París.

Mótmæli hreyfingarinnar síðasta Laugardag þótt ganga of langt og urðu fjölmargar verslanir á götunni fyrir miklum skemmdarverkum. Auk bannsins hefur ríkisstjórnin ákveðið að kalla til herafla til aðstoðar við lögreglu. Guardian greinir frá.

Herafli mun vera sýnilegur í París og í borginni Nice á suðurströnd Frakklands, en þar mun forseti landsins, Emmanuel Macron, funda með kínverska kollega sínum, Xi Jinping. Þrátt fyrir mótmælabann í Nice hafa gulu vestin kallað til mótmæla á meðan að á heimsókn Xi stendur.

Mótmæli gulu vestanna snerust upphaflega gegn hækkunum á eldsneytisverði, með tíð og tíma breyttust mótmælin þó í aðgerðir gegn ríkisstjórn Macron.

 

Champs-Elysees er ein þekktasta breiðgata Parísar en hún liggur milli Concorde-torgs og Charles de Gaulle-torgs. Á því síðarnefnda er eitt frægasta kennileiti Parísarborgar, Sigurboginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×