Biðst afsökunar á umdeildum ummælum um ásakendur Michael Jackson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 08:14 Barbra Streisand. Getty/Kevin Winter Söng- og leikkonan Barbra Streisand hefur beðist afsökunar á umdeildum ummælum sem hún lét falla um Wade Robson og James Safechuck í viðtali við breska blaðið The Times í síðustu viku. Robson og Safechuck stigu fram í heimildarmynd um Jackson þar sem þeir sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Röktu þeir brotin í miklum smáatriðum. Í viðtalinu var Streisand spurð um þetta mál, í ljósi þess að hún þekkti Jackson. Vöktu ummæli hennar talsverða athygli og nokkurra fordæmingu á samfélagsmiðlum en Streisand virtist gera lítið reynslu Safechuck og Robson með því að gefa í skyn að reynsla þeirra af Jackson hefði ekki haft teljandi áhrif á líf þeirra, þeir hefðu jú gifst og eignast börn. „Þannig að þetta drap þá ekki,“ var meðal þess sem Streisand sagði í viðtalinu.Í gær gaf Streisand út afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna og á Instagram sagðist hún ekki hafa valið orð sín nægjanlega gaumgæfilega. View this post on InstagramA post shared by Barbra Streisand (@barbrastreisand) on Mar 23, 2019 at 1:57pm PDT „Ég biðst innilegrar afsökunar ef ég hef valdið sársauka og misskilningi með því að velja orð mín um Michael Jackson og fórnarlömb hans ekki nægjanlega gaumgæfilega vegna þess að orðin sem voru birt endurspegla ekki það sem mér finnst,“ skrifaði Streisand. „Ég ætlaði mér ekki að gera lítið úr því áfalli sem þessir drengir urðu fyrir á neinn hátt. Líkt og öll fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis þurfa þeir að lifa með því til æviloka. Ég sé mjög eftir þessu og vona að James og Wade viti að ég virði þá og dáist að þeim fyrir að segja sannleikann,“ skrifaði Streisand. Þá gaf hún einnig út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á vef Variety þar sem meðal annars segir að undir engum kringumstæðum sé það réttlætanlegt að nýta sér sakleysi barna til þess að misnota þau. Bandaríkin Tengdar fréttir Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. 23. mars 2019 10:46 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
Söng- og leikkonan Barbra Streisand hefur beðist afsökunar á umdeildum ummælum sem hún lét falla um Wade Robson og James Safechuck í viðtali við breska blaðið The Times í síðustu viku. Robson og Safechuck stigu fram í heimildarmynd um Jackson þar sem þeir sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Röktu þeir brotin í miklum smáatriðum. Í viðtalinu var Streisand spurð um þetta mál, í ljósi þess að hún þekkti Jackson. Vöktu ummæli hennar talsverða athygli og nokkurra fordæmingu á samfélagsmiðlum en Streisand virtist gera lítið reynslu Safechuck og Robson með því að gefa í skyn að reynsla þeirra af Jackson hefði ekki haft teljandi áhrif á líf þeirra, þeir hefðu jú gifst og eignast börn. „Þannig að þetta drap þá ekki,“ var meðal þess sem Streisand sagði í viðtalinu.Í gær gaf Streisand út afsökunarbeiðni vegna ummæla sinna og á Instagram sagðist hún ekki hafa valið orð sín nægjanlega gaumgæfilega. View this post on InstagramA post shared by Barbra Streisand (@barbrastreisand) on Mar 23, 2019 at 1:57pm PDT „Ég biðst innilegrar afsökunar ef ég hef valdið sársauka og misskilningi með því að velja orð mín um Michael Jackson og fórnarlömb hans ekki nægjanlega gaumgæfilega vegna þess að orðin sem voru birt endurspegla ekki það sem mér finnst,“ skrifaði Streisand. „Ég ætlaði mér ekki að gera lítið úr því áfalli sem þessir drengir urðu fyrir á neinn hátt. Líkt og öll fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis þurfa þeir að lifa með því til æviloka. Ég sé mjög eftir þessu og vona að James og Wade viti að ég virði þá og dáist að þeim fyrir að segja sannleikann,“ skrifaði Streisand. Þá gaf hún einnig út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á vef Variety þar sem meðal annars segir að undir engum kringumstæðum sé það réttlætanlegt að nýta sér sakleysi barna til þess að misnota þau.
Bandaríkin Tengdar fréttir Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51 Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. 23. mars 2019 10:46 Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
Barnasafn fjarlægir muni í eigu Michael Jackson The Children‘s Museum of Indianapolis í Indiana-fylki hefur ákveðið að taka þrjá muni úr sýningu safnsins í kjölfar útgáfu heimildamyndarinnar „Leaving Neverland“. 16. mars 2019 22:51
Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“ Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck. 23. mars 2019 10:46
Er siðferðilega réttmætt að hlusta á tónlist Michael Jackson? Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir það varasamt að hampa Michael Jackson og listsköpun hans í ljósi ásakana gegn honum um gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 12. mars 2019 10:26