Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2019 06:10 Andartakið þegar flugskeyti hæfði heimili fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. nordichpotos/AFP Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. Fyrir tæpum tveimur vikum hafði flugskeyti verið skotið frá Gaza í átt að Tel Avív án þess að valda tjóni. Ísraelsmenn hafa skellt ábyrgðinni á Hamas-liða en samtökin hafa neitað því alfarið að hafa verið þarna að verki. Um miðjan dag í gær var ljóst í hvað stefndi. Ísraelskir hermenn töku sér stöðu við landamærin og almennum borgurum var bent á hvar hægt væri að leita skjóls kæmi til þess að Palestínumenn myndu svara í sömu mynt. Þá var skólum víðs vegar í Ísrael lokað í dag. Íbúar Palestínu vissu á hverju var von. Fjöldi lagði leið sína í verslanir til að byrgja sig upp af nauðsynjum og tiltækt starfsfólk heilbrigðisstofnana var kallað út á vakt. Heilbrigðisráðuneytið sendi einnig út tilkynningu til íbúa um að vera viðbúnir ísraelskum loftárásum og gera það sem í þeirra valdi stæði til að vernda sig gegn þeim. Skömmu fyrir klukkan 22 að staðartíma, rétt fyrir sjö að íslenskum tíma, sögðu palestínskir miðlar frá því að ísraelsk sprengja hefði endað för sína á heimili Ismails Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hamas-samtakanna og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Að sögn fréttaritara Al-Jazera á Gaza virðast mögulegar þjálfunarstöðvar hernaðararms Hamas hafa verið skotmark árásar Ísraelsmanna. Ljóst sé hins vegar að aðrar byggingar hafi einnig orðið fyrir sprengjum. Tölur um fjölda látinna og særðra lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. Fyrir tæpum tveimur vikum hafði flugskeyti verið skotið frá Gaza í átt að Tel Avív án þess að valda tjóni. Ísraelsmenn hafa skellt ábyrgðinni á Hamas-liða en samtökin hafa neitað því alfarið að hafa verið þarna að verki. Um miðjan dag í gær var ljóst í hvað stefndi. Ísraelskir hermenn töku sér stöðu við landamærin og almennum borgurum var bent á hvar hægt væri að leita skjóls kæmi til þess að Palestínumenn myndu svara í sömu mynt. Þá var skólum víðs vegar í Ísrael lokað í dag. Íbúar Palestínu vissu á hverju var von. Fjöldi lagði leið sína í verslanir til að byrgja sig upp af nauðsynjum og tiltækt starfsfólk heilbrigðisstofnana var kallað út á vakt. Heilbrigðisráðuneytið sendi einnig út tilkynningu til íbúa um að vera viðbúnir ísraelskum loftárásum og gera það sem í þeirra valdi stæði til að vernda sig gegn þeim. Skömmu fyrir klukkan 22 að staðartíma, rétt fyrir sjö að íslenskum tíma, sögðu palestínskir miðlar frá því að ísraelsk sprengja hefði endað för sína á heimili Ismails Haniyeh, leiðtoga stjórnmálaarms Hamas-samtakanna og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu. Að sögn fréttaritara Al-Jazera á Gaza virðast mögulegar þjálfunarstöðvar hernaðararms Hamas hafa verið skotmark árásar Ísraelsmanna. Ljóst sé hins vegar að aðrar byggingar hafi einnig orðið fyrir sprengjum. Tölur um fjölda látinna og særðra lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu. 21. mars 2019 17:36