Sport

Tveggja ára bann fyrir að slást á aksturbrautinni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona sést ekki á hverjum degi.
Svona sést ekki á hverjum degi.
Afar sérstakt atvik kom upp í mótorhjólakeppni á dögunum og það atvik hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér.

Tveir mótorhjólakappar voru í átökum á brautinni og ekkert sérstaklega heiðarlegum. Þau átök enduðu með því að annar aðilinn endaði með því að hanga aftan á hjóli hins mótorhjólakappans.





Er hjólið stöðvaðist loksins þá var sá er hékk á hjólinu fljótur að kýla keppinaut sinn. Hinn hljóp á eftir honum og lá við stórslagsmálum á miðri brautinni.

Akstursambandið tók þetta atvik mjög alvarlega og dæmdi þá báða í hvorki meira né minna en tveggja ára keppnisbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×